n

laugardagur, september 30, 2006

Jamm, við erum foreldrar :)

 

Fannst viðeigandi að fyrsta færsla mín hér væri svona flott mynd af 2/3 nýju fjölskyldunnar.

föstudagur, september 29, 2006

Jólahittingur

Jæja það er ekki seinna vænna en að fara hugsa um jólin! Ég var að velta því fyrir mér hvort við ættum ekki að halda einn sérlega skemmtilegan og hressilegan jólahittining svona þegar líða tekur á desember.

Ég býð fram krafta mína í skipulagningu svo endilega látið mig vita ef það er einhver sem vill vera með!

mánudagur, september 25, 2006

Kakókvöld

Jæja kæri Gleðikór... hvenig væri að hafa gleðilegt kakókvöld heima hjá okkur Helga Hæðargarði 18 á miðvikudagskvöldið... ég ætla að gera kakó og baka smákökur... svo slúðrum við saman... gleðinn hefst svona um átta.... allir velkomnir ;)

föstudagur, september 22, 2006

Jæja elskurnar mínar!!!

Mig langar að gera eitthvað menningarlegt í vetur. Eigum við ekki að plana ferðir í óperuna og leikhús og þess háttar?
Mér dettur fyrst í hug leikritið "Viltu finna milljón?". Held að það sé mjög fyndið.
Hvernig líst ykkur á það?

mánudagur, september 18, 2006

HITTINGUR Á VÍÐIMELNUM Í KVÖLD!!!!

Hæ elskurnar mínar, ég er algjörlega 15 skrefum á eftir sjálfri mér þessa dagana.. og á harðahlaupum að ná öllu áður en ég fer út.

Flýg út á miðvikudagsmorgun og langar voða mikið að ná að kyssa ykkur bless.
Þar sem ég er hins vegar heimilislaus leyfa Ýrr og Bigga fröken heimilislausri að halda geimið á Víðimelnum. Boðið verður upp á kók, snakk og eðal hraunbita.

Klukkan 21 á Víðimel 64. Be there or be square.

Umm, veit að það er ekki sérstaklega gáfulegt að setja svona á netið þremur tímum fyrir fyrirhugaða samkomu. En svona er lífið. Flippað og skemmtilegt. Botnlangalaust og brjálæðislegt. Luuuuv, Sigga

fimmtudagur, september 14, 2006

Rock Star þynnkan


Takk fyrir æðislegt kvöld og frábæran félagskap :) Geggjaðir tónleikar og skemmtilegir karakterar þarna á ferð, en ég er voða feginn að hafa ekkert verið að veðja mikið á það hver myndi vinna :p en Lúkas verður ábyggilega öflugur meðlimur Supernova. En eins og sannur Íslendingur myndi segja, við erum best og erum löngu búin að vinna. Magni the King of Iceland :p

Það hafa samt ábyggilega margir átt erfitt með að vakna í morgun eins og ég, en ég ákvað bara að snúa mér á hina hliðina og halda áfram að hrjóta. Alveg ágætt... eða réttara sagt heavenly.

Reyndar er maður í smá sykursjokki núna eftir allt gosið og nammið, samt er ískápurinn fullur af Kóki, samt keypti ég bara eina kók og nokkrar öðruvísi gostegundir. Einhver fjölgun varð því greinilega í kókfjölskyldunni. Sniðugt, sniðugt.

Hear yahh and see yahh later, hugs and kisses to yahhh all.

þriðjudagur, september 12, 2006

Mér líst ótrúlega vel á Rock Star kvöld.

Mér líst ótrúlega vel á haustfagnað en veit reyndar ekki hvort ég næ honum áður en ég fer út.

Mér líst minna vel á botnlangaleysi.

Í desember fékk ég brjósthimnubólgu, sem er einhver fjandi sem fólk hér á landi hrundi niður á árum áður en er auðvelt að lækna í dag og terroriserar aðallega þróunarlöndin.

Í febrúar fékk ég blöðrubólgu sem smitaðist upp í nýrnaskjóðurnar og ollu mér kvölum, gráti og gnístran tanna í heila viku.

Um helgina fékk ég botnlangabólgu og var skellt í aðgerð á sunnudagsmorgni.

Eins og ég skrifaði á bloggið mitt fer ég að halda að þetta sé samsæri bókstafsins B gegn mér. Og hana nú.

Annars var ég alveg að missa af strætó númer tvö á föstudegi og við Þórir að fá fólk í mat. Ég var föst í vinnunni sem endra nær en hugsaði með mér að í þetta skipti ætlaði ég sko EKKI að missa af strætónum. Hljóp því eins og brjálæðingur út á stoppistöð og var síðan að drepast í maganum alla leið heim. Var illt í maganum um kvöldið og alveg að drepast um nóttina. He he, strætó hefur því væntanlega komið bólgunni almennilega á koppinn, helvískur...

Næsta dag var ég sloj en ákvað engu að síður að fara með Kolfinnu litlu að Ganga til góðs. Sem við og gerðum og gengum um í tvo tíma og söfnuðum peningum, mjög gaman. Nema hvað, alltaf dró meira og meira af mér og þegar ég skilaði Kolfinnu af mér hrundi ég niður í sófann á Flókagötunni. Hélt þetta væri bara einhver slappleiki en fannst mér svo furðulega illt í maganum hægra meginn að ég spurði pabba hvorum meginn botnlanginn væri. Hann dró fram einhverjar fínar bækur, bankaði í mig og sjúkdómsgreindi mig með botnlangabólgu...

Ég ákvað að skella mér á Læknavaktina bara til að vera alveg viss um að þetta væri ekki eitthvað bráðdrepandi, sem ég og gerði. Þaðan kom ég út með tilvísun um frekari skoðun á Bráðamóttökunni. Af Bráðamóttökunni komst ég síðan ekki út fyrr en seinnipartinn í gær og þá botnlangalaus...

Svæfingin fór djöfullega í mig og það vona ég að það þurfi aldrei aftur að svæfa mig. Líðanin í dag er fimmtíu sinnum betri en í gær og tvöhundruð sinnum betri en á sunnudag eftir aðgerðina.

Þetta er sum sé allt á uppleið...
ÁFRAM MAGNI!!!

mánudagur, september 11, 2006

Rock Star kvöld: ekki missa af því


Jæja þá er loks komið að því, hef lengi ætlað að bjóða gleðikórsliðum heim á aðalkvöld vikunnar og hvaða tími ætti að vera betri en sjálft úrslitakvöldið :)

Rock Star, ANTM, flögur og gos, skjávarpi verður á svæðinu og græjur (hálfgert bíó), nóg pláss og nóg af stólum. Þarf að segja meira.... be there or be square :p

Endilega látið mig vita ef þið viljið kíkja á the Rock Star night á miðvikudaginn klukkan 20:30 heima hjá mér í Torfufelli 21. Hafið bara samband á sigurast@gmail.com eða senda mér sms í síma 848-5953 svo ég viti sirka hversu margir koma. Annars bara mæta á svæðið.

laugardagur, september 09, 2006

Hæ öll var að spá að það erum margir sem ekki eru komnir með aðgang að þessari skemmtilegu síðu, ef þið eruð með email hjá fólki endilega skráið þau til að fólk fái aðgang að síðunni.
Það lítur út fyrir að það sé grundvöllur fyrir hitting í kvöld. Velkomin í Skeiðarvog 1 eftir kl 20, bring your own booze.

fimmtudagur, september 07, 2006

Gleði?

Hvernig líst gleðifólki á gleðskap um helgina? Nánar tiltekið laugardagskvöld.
Okkur Hörpu langar að heyra frá fólki hvort það sé stemmning...þannig að ef þið hefðuð áhuga á að mæta í partý þá er aldrei að vita nema ég myndi hýsa eitt slíkt.
Látið vita annað hvort í kommentakerfið, gegnum email hrafnsdottir@hotmail.com eða gsm, er í símaskránni.
Þar sem það er mjög liðið á vikuna og óvíst hversu margir detta hingað inn látið þá endilega félaga ykkar vita af þessu svo þetta nái til flestra.
Læt svo vita hér á síðunni með undirtektir og hvort af þessu verði.

mánudagur, september 04, 2006

Miss World

Elskurnar mínar, ég veit að þið munuð kannski gleyma því hvernig ég lít út þegar ég verð floginn í breska ósómann þann 20. þessa mánaðar. Þess vegna fór ég til ljósmyndara á föstudag og bað hann um að ná af mér góðri mynd. Ég vil að þið prentið hana út og hafið hana fyrir ofan rúmið ykkar.

Mér finnst ljósmyndarinn ná bæði vörunum og augunum vel og er ofsa ánægð. Myndin er bæði komin í möppuna mína og á síðuna fegurð.is/siggasæta og worldbeauty.com/mostbeautful
/iceland.

Umm, ókei þetta er ein af mörgum grettumyndum sem teknar voru á Menningarnótt þegar ég hitti Þengil, Gaua og Kristínu á Rósenberg. Hélt ég myndi pissa í mig þegar ég sá þennan hrylling. Myndin hér til vinstri náðist einmitt af Þengli sama kvöld ...

Bótox í vörunum???
Maður spyr sig.

Ánægð annars með Gleðikórssíðuna elskurnar. Vissi reyndar ekki af henni fyrr en í Kópó um daginn en hér kemur mín fyrsta færsla og það með myndum og alles. Stúlkan kann sko að nýta sér tæknina, ha.

Hún bendir annars á tímamótamyndir frá Kárahnjúkum á eigin bloggsíðu. Tæknin sko, tæknin...

Luuuuv.

Haustfagnaður

Er ekki stemmning fyrir því að fara hafa fyrst formlega hitting Gleðikórsins? Ég legg til að við höfum haustfangað með einhverjum skemmtilegum leikjum kannski og náttulega tómri gleði! Við gætum svo útnefnd í skemmtiteymi sem bæri ábyrgð á kannski eins og þremur vel skipulögðum Gleðikórs hittingum á ári. Skipulagði hittingar gætu t.d. verið jólaglögg, árshátið og haustfangaður!

Hvað segið þið? Látið þið endilega í ykkur heyra þið sem lesið þetta og látið þá sem ekki eru enn farnir að lesa þetta vita af skemmtilegum umræðum :o)