n

mánudagur, nóvember 27, 2006

Jólahjól

Halló elsku lömbin mín, eftir að hafa skoðað milljón og fimmtíu vefsíður með flugfargjöldum til Íran, Sýrlands, Mexíkó, Jórdaníu, Tyrklands, Indlands, Sierra Leone og gvöð má vita hvað, varð stefnubreyting í Operation Where To Spend Christmas.

Nýr áfangastaður og algjör kúvending í málinu:

Ísland.

Frumlegt.

Þegar Steini bró og familía mæta loksins á Klakann frá Benderíkjunum og maður er líka ekki alveg búinn að fatta hvort maður ætti frekar að fara til Sýrlands og þaðan yfir til Líbanon eða reyna að koma sér ódýrt yfir til Íran frá Tyrklandi, og er eiginlega orðinn alveg lost því það er svo fokking dýrt að fljúga langflug um jólin, þá fattar maður að auðvitað á maður bara að koma heim og ekkert kjaftæði.

Fyrir utan það að á Íslandi eru allir þessir elskulegu vinir og lítil ný börn í hópnum og óléttar stúlkur og gvöð má vita hvað. Maður má bara ekki missa af þessu, ussu suss.

Börnin mín, ég hlakka svooooo til að hitta ykkur. Las í kommentunum að 29. des hefði verið pæling fyrir jólahitting. Hljómar vel. Allar dagsetningar eftir 2. í jólum hljóma vel!!! Kem ekki heim fyrr en þá sko... Lendi e-n tímann um eftirmiðdaginn. Fer síðan aftur út 5. janúar og er mikið að spá í hvort við Hlín verðum í sömu vél, það verður þá ekki í fyrsta sinn , ha ha..

Luuuuv.

miðvikudagur, nóvember 22, 2006

Nýjustu fréttir af kommentakerfinu

Demmit, það er mér ómögulegt að finna leið til að opna fyrir þetta bévítans kommentakerfi! ARRGGGHHH!!!

Ég (eða annar "admin" af blogginu) þurfum að fara inn og "samþykkja" öll þau komment hjá þeim sem eru ekki skráðir sem notendur. Við skulum bara reyna að fara reglulega inn og samþykkja kommentin ykkar.

Þau ykkar sem vilja vera skráð á þetta blogg, en eruð það ekki nú þegar, endilega setjið inn komment hér með e-mailinu ykkar og þá getum við sent ykkur invite á þetta blogg. ATH! Það þarf að vera með account á www.blogger.com til að geta orðið skráður notandi hjá Gleðikórnum....

mánudagur, nóvember 20, 2006

AMNT úrslitastund

Jæja Gleðikórsstelpur.... fylgist þið ekki allar með AMNT og bíðið spenntar eftir úrslitunum næsta miðvikudagskvöld ?? ... ég er að hugsa um að blása til stelpukvölds í tilefni af þessum stórviðburði... búa kannski til heitt kakó ( ef snjórinn verður áfram) og skella í piparkökur (eða kannski kaupa einn dall bara).... svo getum við slúðrað og skeggrætt ofurmódelin í þættinum... ég á heima að Hæðargarði 18.... komið svona um átta ;) .... Hlakka til að sjá ykkur

föstudagur, nóvember 17, 2006

Escape from Germany

Ferðalangurinn er kominn til Kanada en er enn heimilislaus og atvinnulaus. Hann hefur hins vegar stofnað bloggsíðu vegna tilmælis nokkurs kórmeðlims. Hún er ennþá í bernsku sinni.

föstudagur, nóvember 10, 2006

Kommentin...

...voru í einhverju rugli, en ættu nú að vera komin í lag!
Nú eiga allir að geta kommentað hér sem vilja! :)

Fer ekki að koma tími á kaffihúsaferð annars?

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Get ekki kommentað !!!!!

Ég get aldrei kommetnað á þessa síðu... það kemur alltaf bara error... við leifuð þér ekki .... sama hvað ég geri.... en já ... verst að missa af kaffihúsaferðinni.... hér með óska ég þess að mér verði sent sms ef það er önnur kaffihúsaferð... þar sem ég er ekki með internet heima.. og mig langar að segja að ég væri til í rock star tónleika

kv Ásdís

RockStar húsbandið

Ég er forvitinn? Ætlar einhver á tónleika húsbandsins úr RockStar þann 30. nóv? Er kannski uppselt? Mig langar að fara en á hvorki miða né félaga til að fara með!