n

mánudagur, nóvember 27, 2006

Jólahjól

Halló elsku lömbin mín, eftir að hafa skoðað milljón og fimmtíu vefsíður með flugfargjöldum til Íran, Sýrlands, Mexíkó, Jórdaníu, Tyrklands, Indlands, Sierra Leone og gvöð má vita hvað, varð stefnubreyting í Operation Where To Spend Christmas.

Nýr áfangastaður og algjör kúvending í málinu:

Ísland.

Frumlegt.

Þegar Steini bró og familía mæta loksins á Klakann frá Benderíkjunum og maður er líka ekki alveg búinn að fatta hvort maður ætti frekar að fara til Sýrlands og þaðan yfir til Líbanon eða reyna að koma sér ódýrt yfir til Íran frá Tyrklandi, og er eiginlega orðinn alveg lost því það er svo fokking dýrt að fljúga langflug um jólin, þá fattar maður að auðvitað á maður bara að koma heim og ekkert kjaftæði.

Fyrir utan það að á Íslandi eru allir þessir elskulegu vinir og lítil ný börn í hópnum og óléttar stúlkur og gvöð má vita hvað. Maður má bara ekki missa af þessu, ussu suss.

Börnin mín, ég hlakka svooooo til að hitta ykkur. Las í kommentunum að 29. des hefði verið pæling fyrir jólahitting. Hljómar vel. Allar dagsetningar eftir 2. í jólum hljóma vel!!! Kem ekki heim fyrr en þá sko... Lendi e-n tímann um eftirmiðdaginn. Fer síðan aftur út 5. janúar og er mikið að spá í hvort við Hlín verðum í sömu vél, það verður þá ekki í fyrsta sinn , ha ha..

Luuuuv.

7 Comments:

Blogger shawn said...

Audvıtad a madur bara ad koma heım og ekkert kjaftaedı. Eg kvaddı kjaftaedıd og kom heım. Eg maelı med thvi.

28 nóvember, 2006 03:35  
Anonymous Nafnlaus said...

Heyr heyr Shawn!!!

28 nóvember, 2006 08:29  
Blogger Hilla said...

Frábært Sigga :) Hlakka til að sjá þig!

28 nóvember, 2006 12:20  
Blogger Telma said...

Já maður! Koma og heimsækja nýjustu frænkuna sína! Sem verður þá loksins komin með nafnið sitt:D

28 nóvember, 2006 18:06  
Blogger �engill said...

Frábært. Hlakka til að sjá þig. :)

29 nóvember, 2006 00:07  
Blogger Ýrr said...

JEiiijjjjjj!!! Gaman gaman!!! Allir saman!!!

29.des er kúl dagsetning.

29 nóvember, 2006 10:07  
Blogger Karl Jóhann said...

Vííí, gaman á Íslandi stundum ;)

30 nóvember, 2006 19:04  

Skrifa ummæli

<< Home