n

fimmtudagur, apríl 17, 2008

tæpir 2 dagar í Gull og Gleði

Yfir 30 manns eru að fara mæta í mat á Thorvaldsen á laugardaginn og enn fleiri bætast við seinna í kvöldið!!!

Eru ekki örugglega allir að fara mála bæinn rauðan á laugardaginn??


vúhú...

mánudagur, apríl 14, 2008

* GULLNIR TÍMAR GLEÐIKÓRSINS *

5 DAGAR Í ÁRSHÁTÍÐ GLEÐIKÓRSINS!!!

-----------------------------------
ÞEMA kvöldsins er DADDARÆÆÆ :

*GULLNIR TÍMAR GLEÐIKÓRSINS*

Þemað má túlka á marga vegu t.d
- Fara í eitthvað ótrúlega hipp og kúl GULLOUTFITT frá toppi til táar

- Koma með skemmtilegar sögur og myndir og tónlist og skemmtiatriði og minningar og júneimitt sem minnir á okkar GULLNU TÍMA í Háskólakórnum

- Koma í kjólnum sem maður var í á árshátíðinni þegar kórbarnið manns kom undir

- Reyna við gaurinn/píuna sem maður var ógó skotinn í þegar maður var í Háskólakórnum en þorði aldrei að reyna við (......uhhhh ef það er einhver einhleypur og kórbarnlaus eftir sem maður reyndi ekki við þá)

- og svo framvegis..
..the sky is the limit!

------------------------------------

DAGSKRÁ hinnar GULLNU árshátíðar ársins er sem hér segir:


kl.17.00 Fordrykkur hjá Hörpu á Frakkarstígnum
(allir mæta með góðar fordrykkjaveigar við sitt hæfi)

kl.19.00 Stefna tekin á Bertelstofu (Thorvaldsen)
Matur og drykkur í boði hvers og eins :)


Skráningaremail vegna mataróska VAR SENT út í dag og svara ER krafist ei síðar en KL. 17 á miðvikudag 16.APRÍL (hugsa hratt!)

MATSEÐLAR SEM Í BOÐI ERU hljóma svona:

10.Tasting Italiano -4190kr.-
Hörpuskel"fresh wipes" lótusrót,chili,wasabibaunir Kjúklingabringa"finding forester" Basil,kóngasvepparisotto,truflur Súkkulaði fondant"marko polo" Pistasíu-marsípan ís, karmella,kakóbaunir

30.Tasting Skandinavia -4390kr.-
Sjávarréttasúpa "thorvaldsen style" Lambafillet"Icelandic" Papa dum,portóbelló sveppur,tómatar Hvíttsúkkulaði og skyr "panna cotta" Bláber,mjólkursúkkulaði,vanilla

60. Party menu -4290kr.-
Eldhúsið velur fjölbreyttan matseðill þar sem allar reglur og lögmál eru brotin!

ÚÚÚ JÉÉÉ

NAUÐSYNLEGT ER að SKRÁ SIG á árshátíðina og skráningin fer í gegnum mailið erna.maria.jensdottir@gmail.com - NAFN+MATSEÐILL SEM ÓSKAÐ ER (ekki er nóg að hafa skráð sig á facebook - ÞETTA ER TIL AÐ VITA HVER ÆTLAR AÐ FÁ HVAÐA MAT - SVO ALLIR FÁI NÚ EITTHVAÐ!)

Eins og fyrr segir biðjum við ykkur um að tilkynna um þáttöku og matarval í dag, á morgun eða á hinn daginn fyrir kl.17 þann 16.apríl í síðasta lagi!

Svo Hlökkum við til að TJÚTTA SAMAN

ÖLL SKEMMTIATRIÐI VERÐA LEYFÐ

MAKAR ERU ENGIN FYRIRSTAÐA

ALLT ER GULL SEM GLÓIR

Tónleikar Háskólakórs, 27.apríl

Værirðu til í að auglýsa vortónleikana á síðunni okkar, eru ekki gamlir félagar ágætis markhópur?

Þeir verða 27. apríl kl. 17. í Neskirkju, verð íforsölu 500 fyrir námsmenn, börn, aldraða og öryrkja og 1000 fyrir aðra.Við innganginn er verðið 1000/1500. Sungið verður prógrammið sem við förum með til Póllands, mikið af þjóðlögum og svo verða 3-4 styttri verk. Allt án undirleiks. Ég vonast til að geta verið með miða á gleðiárshátíðinni ef við verðum búin að fá þá í hendur.

Kveðja, Bidda

Efnisorð: ,

þriðjudagur, apríl 08, 2008

Árshátíð Gleðikórsins

árshátíðarnefndin situr nú sveitt við að leggja loka hönd á skipulag árshátíðarinnar. Eins og áður hefur komið fram verður hún 19. apríl á veitingastaðnum Thorvaldsen á Austurstræti.
Við munum þó byrja heima hjá Hörpu á Frakkarstíg.

innan tíðar munu þið fá senda skráning þar sem þið getið staðfest hvort þið mætið eður ei og valið úr 3 valkostum um matseðil

Ef einhver hefur eitthvað uppistand eða þess háttar endilega sendið mér póst á erna.maria.jensdottir@gmail.com og ég kem því til veislustjórana

Bíðið endilega spennt fram að næstu fregnum...

Nýjar fréttir

Mér fannst bara tími til komin að setja inn smá línu hérna!

Er ekki stemmning fyrir árshátíðinni? Hver ætlar að mæta ofur hress? Rétta upp hönd!

Ég get því miður ekki rétt upp hönd þar sem ég er flutt til Oslóar í þrjá mánuði. Hlakka til að sjá ykkur öll í júlí!