n

laugardagur, júní 30, 2007

Takk fyrir!

Vildi bara segja takk fyrir góða bíóferð í gær! Vonandi var þessi ferð bara sú fyrsta af mörgum sem gleðikórsfélagar fara saman í!

föstudagur, júní 29, 2007

BÍÓ Í KVÖLD

Elsku vinir!

Gleðikórinn fer í bíó í kvöld að sjá græna tröllið Shrek. Hittumst í Kringlubíói rétt fyrir átta í kvöld.

Eftir myndina geta partý þyrstir þust í bæinn! Ef þú ert búin að sjá Sherk en vilt endilega hitta Gleðikórsfélagan því þeir eru svo skemmtilegir vertu í bandi eftir myndina!

miðvikudagur, júní 27, 2007

Gleðileg sumargleði Gleðikórsins

Elsku gleðikórsmeðlimir!

Ykkar ástkæra og einlæga gleðiteymi hittist í vikunni og réð ráðum sínum um komandi starf og kkar gleðilega gleðifélags!

-SUMARGLEÐI- verður haldin helgina 24.-26. ágúst næstkomandi! Staðsetning og nánar um ferðina kemur vona bráðar. Ef þið komist alls ekki þessa helgi endilega látið okkur vita því ef enginn kemst þessa helgi þá verðum við að finna nýja! Við ætlum að eiga saman góða helgi þar sem gleðin er við völd bæði fyrir alla kórfélaga, einhleypa, tvíhleypa eða þríhleypa!

-BÍÓFERÐ- Afar gleðileg bíóferð verður farinn á föstudaginn þann 29. júní. Hugmyndin er að sjá græna tröllið Shrek! Tímasetning og staðsetning verður sett hér inn og send á póstlistann snemma á föstudaginn!

Það mun ábyggilega margt fleira gleðilegt og skemmtilegt verða á döfinni í sumar svo það er um að gera að vera glaðlegur og fylgjast vel með hérna á síðunni og póstlistanum!

laugardagur, júní 23, 2007

Jónsmessutónleikar

Sæl öll,

Mig langar að athuga hvort það væri ekki stemming til að fara saman á Jónsmessutónleika á Nasa í kvöld. Því þar verða algjörir snillingar saman komnir
HJÁLMAR, MEGAST OG KK!!
http://nasa.is/index.php?option=com_n-nasa-ticket&Itemid=24&do=view_event&event_id=224

Kannski stutt fyrirvari hjá mér, en ég bara var að komast að þessu og datt í hug hvort að gleðilegasta fólkið væri til í að hópa sig saman með mér þangað í kvöld

miðvikudagur, júní 20, 2007

Nánar af gleðifundinum

Jæja þá er fundargerð 1. gleðifundar Gleðikórsins loksins tilbúin og búið að senda hana ykkur í pósti ásamt ný samþykktum gleðireglum fyrir gleðikórinn.

Það helsta sem fram fór á fundinum var að gleðireglurnar voru samþykktar með smávægilegum breytingum frá útsendum drögum ásamt því að kostið var í gleðiteymi eins og sagt var frá starx eftir fundinn. Einnig var samþykkt að Gleðikórinn fyndi sér söng og slagorð sem þróa ætti með tímanum. Það var svo að sjálfsögðu mikið hlegið og gleðin við völd þó margir undruðu sig á bjórleysi meðlima. Lofað var að bæta úr því í næsta hittingi. Svo var ákveðið að sumargleði gleðikórsins yrði haldin í ágúst og var gleðiteyminu falið að finna tíma og skipuleggja það.

Ég hvet ykkur svo til að skoða bara fundargerðina og gleðreglurnar og hlakka til að sjá ykkur í næsta gleðihittingi!

föstudagur, júní 15, 2007

1. gleðifundur Gleðikórsins

1. formelgir gleðifundur gleðifélagsins Gleðikórsins (Gleðikórinn GF) var haldin í gærkvöldi. Það var margt um manninn og um 20 manns mættir. Á fundinum voru samþykktar gleðirelgur fyrir kórinn ásamt því að kosið var í gleðiteymi. Ýmsar hugmyndir komu líka upp sem voru ræddar og starf Gleðifélagsins GF mótað! Þetta var allt mjög gleðilegt og skemmtilegt!

Ég mun setja inn á síðunua helstu punkta úr fundargerðinni ásamt ný samþykktum gleðireglum við fyrsta tækifæri og fundargerð fundarins verðu send meðlimum á póstlista um leið og hún er tilbúin. En ég læt fljóta hér með hvernig kosningar gærkvöldsins fóru:

Hildur var kosinn formaður gleðiteymisins og Erna María, Lára Kristín og Sigrún voru kosnar sem fulltrúar í gleðteymi. Við munum því halda utanum formlega viðburði gleðikórsins fram að næsta gleðifundi sem samkvæmt nýjum gleðireglum verður haldinn fyrir apríl lok 2008.

Gleðilegt Gleðisumar!

mánudagur, júní 11, 2007

Aðalfundur!

Elsku gleðikórsfélagar,

Kíkið endilega á tölvupóstinn ykkar, þar er fundarboð á fyrsta aðalfund Gleðikórsins ásamt nánari upplýsingum og fundargögnum!

Fyrir þá sem ekki komast á fundinn þá mun koma á síðuna hvað fór fram á fundinum!

mánudagur, júní 04, 2007

Aðalfundurinn

Með tilliti til þess að ég (Sjonni) og Þengill vorum ekki viðstaddir aðalfundinn 1. júní síðastliðinn sokum þess að við vorum báðir á Akureyri, höfuðþorpi norðurlandsins, legg ég til að fundargerðin verði birt á heimasíðu gleðikórsins svo að allir meðlimir geti séð niðurstöðu umrædda fundarins viðvíkjandi skipalagningu viðburða sumarsins og til að hvetja til frekari umræðu í þeim málum.

Bestu kveðjur