n

miðvikudagur, júní 20, 2007

Nánar af gleðifundinum

Jæja þá er fundargerð 1. gleðifundar Gleðikórsins loksins tilbúin og búið að senda hana ykkur í pósti ásamt ný samþykktum gleðireglum fyrir gleðikórinn.

Það helsta sem fram fór á fundinum var að gleðireglurnar voru samþykktar með smávægilegum breytingum frá útsendum drögum ásamt því að kostið var í gleðiteymi eins og sagt var frá starx eftir fundinn. Einnig var samþykkt að Gleðikórinn fyndi sér söng og slagorð sem þróa ætti með tímanum. Það var svo að sjálfsögðu mikið hlegið og gleðin við völd þó margir undruðu sig á bjórleysi meðlima. Lofað var að bæta úr því í næsta hittingi. Svo var ákveðið að sumargleði gleðikórsins yrði haldin í ágúst og var gleðiteyminu falið að finna tíma og skipuleggja það.

Ég hvet ykkur svo til að skoða bara fundargerðina og gleðreglurnar og hlakka til að sjá ykkur í næsta gleðihittingi!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home