n

föstudagur, júní 15, 2007

1. gleðifundur Gleðikórsins

1. formelgir gleðifundur gleðifélagsins Gleðikórsins (Gleðikórinn GF) var haldin í gærkvöldi. Það var margt um manninn og um 20 manns mættir. Á fundinum voru samþykktar gleðirelgur fyrir kórinn ásamt því að kosið var í gleðiteymi. Ýmsar hugmyndir komu líka upp sem voru ræddar og starf Gleðifélagsins GF mótað! Þetta var allt mjög gleðilegt og skemmtilegt!

Ég mun setja inn á síðunua helstu punkta úr fundargerðinni ásamt ný samþykktum gleðireglum við fyrsta tækifæri og fundargerð fundarins verðu send meðlimum á póstlista um leið og hún er tilbúin. En ég læt fljóta hér með hvernig kosningar gærkvöldsins fóru:

Hildur var kosinn formaður gleðiteymisins og Erna María, Lára Kristín og Sigrún voru kosnar sem fulltrúar í gleðteymi. Við munum því halda utanum formlega viðburði gleðikórsins fram að næsta gleðifundi sem samkvæmt nýjum gleðireglum verður haldinn fyrir apríl lok 2008.

Gleðilegt Gleðisumar!

4 Comments:

Blogger Unknown said...

gleðigleðigleði
(lata stelpan sem sat bara heima)

15 júní, 2007 16:34  
Anonymous Nafnlaus said...

Heil og sæl!

Gaman að sjá að þessi glaðværi hópur skuli vera kominn á netið :)
Nú get ég fylgst með ykkur úr fjarlægð, en ég er að fara til Svíþjóðar næsta haust í tónsmíðanám, sem er ykkur að nokkru leita að þakka, enda frumfluttu þið fyrst allra kórverk eftir mig :)
Ég verð ykkur ævinlega þakklátur fyrir að koma mér í gegnum tíman minn í Háskóla Íslands.

kær kveðja frá Akureyri
Gísli Jóhann
gangleri@gmail.com

17 júní, 2007 23:22  
Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að heyra frá þér, Gísli. Svona er nú Gleðikórinn mikil snilld, fólk getur haldið sambandi þótt það fari út um hvippinn og hvappinn. Kannski fáum við einhvern tímann aftur að syngja eitthvað eftir þig.

18 júní, 2007 19:14  
Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að heyra frá þér Gísli. Ég vona svo að þú komir eitthvað til Köben eða að við getum komið yfir Eyrarsundið til þín í haust ;)

Gangi þér vel í náminu.
Kv. Guðjón og familie

19 júní, 2007 10:38  

Skrifa ummæli

<< Home