n

miðvikudagur, maí 30, 2007

Gleðipartý

Ég ætla að taka af skarið og byrja á umræðu um að halda "aðalfund" Gleðikórsins. þar sem við skipuleggjum aðeins hvernig sumarið og haustið verður hjá okkur. Það er hvernær við færum í útileigu/sumarbústað/ferðalag, hvernær við hittumst á kaffihúsum, grillum eða kaffiboð.

Löglegur aðalfundur verður svo boðaður formlega á næstu dögum, en það væri fínt að hittast og ræða aðeins hvaða væntingar við höfum til starf Gleðikórsins svo hægt sé að skipuleggja aðalfund.

Við vorum nokkur að velta fyrir okkur hvort við ættum að hittast á föstudaginn 1. júní því þá gengur reykingarbannið í gildi og þá væri gaman að kíka í bæinn og njóta þess að vera EKKI að kafna úr reykingum.

Okkur vantar s.s. einhvern sem er boðin og búin að halda PARTÝ.
ef þið hafið einhver comment um þessa dagsetninguna 1. júni endilega látið í ykkur heyra.

10 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Hugmyndin um að gleðikórinn yrði örlítið formlegt félag er að mörguleyti frá mér komin svo maður segi nú aðeins frá. Mig langar og hef hugsað lengi og allt frá því áður en þetta fór af stað um að hafa aðalfund og setja félaginu, Gleðikórnum, ramma og gera þetta þannig að nokkuð formlegu félagi. Í kringum það er hægt að hafa allskonar skemmtilegt.

Ég sé þetta fyrir mér að við hittumst einu sinni á ári í nokkurskonar ,,aðalfundi" þar sem yrði ákveðið hvað félagið vildi gera (útilegur, árshátíðir, jólagleðir, haustfagnaðir, hið árlega PATRI til dæmis osfrv.)Í framhaldi af því kjósum okkur skemmtiteymi sem hefði það að hlutverk að framkvæma þessa ákveðnu þætti. Við þurfum líka að setja okkur fjárhagsramma fyrir svona atburði.Nú hljómar þetta kannski allt voða formlegt og leiðinlegt þegar talað er um fjármál en það er alls ekki svo heldur bara nauðsyenlgt.

En fyrir utan skipulagaða og fyrirfram ákveðna atburði myndum við að sjálfsögðu halda áfram að halda kaffiboð, fara í bíó og kaffihús, halda partý eða hvað eina sem okkur dettur í hug að gera hverju sinni.

Persónulega finnst mér 1. júní allt of snemmt enda er það ekki á morgun heldur hinn og alls ekki allir sem kíkja hérna eins oft og ég til dæmis. Sköpum umræðu og sendum síðan bréf og gerðum þetta frekar næstu helgi í kringum 9. júní.

Koma svo og allir að taka þátt í umræðunni!

30 maí, 2007 11:52  
Anonymous Nafnlaus said...

Svona til viðbótar þá langar mig að segja að það væri gaman að nýta póstlista til að senda lika fréttir og tilkynningar (Sigurást bjó til þannig í gegnum yahoo gropus í vetur en hefur ekki veirð nota) og jafn vel koma upp spjallsvæði sem yrði lokað en síðan getur veirð opin til hver sem er!

30 maí, 2007 11:53  
Blogger Erna María said...

ég breytti færslunni með sjónar mið Hillu, enda sniðug hugmynd hjá henni, formlegheit er oft eitthvað sem getur haldið lífi í hefðum.

ég breytti því færslunni og sting upp á partíi á föstudaginn þar getum við kannski spjallað um hvaða væntingar við höfum til sumarsins og frekari starf Gleðikórsins og svo verður aðalfundur auglýst nánar seinna.

Persónulega finndist mér nauðsynlegt að Siggi Ágúst myndi mæta til að sjá um uppbyggingu ofurformlegra laga ;)

30 maí, 2007 12:01  
Anonymous Nafnlaus said...

Nú ætla ég að tjá mig enn meira hérna og segja að ég kemst ekki þann 1. júní :( Verð í Þórsmörk þá helgi

30 maí, 2007 13:31  
Anonymous Nafnlaus said...

Líst bara vel á formlegheitin - en svo hittumst við líka bara þegar okkur langar :)

Kemst ekki 1. júní - "litla" systir að útskrifast úr menntó!

Hilsen

30 maí, 2007 14:29  
Blogger Ýrr said...

Kemst ekki 1.júní heldur!

En mér líst annars vel á allt hitt, formlegheit jafnt sem óformlegheit :)

Mjög sniðugt t.d. að fara að setja niður dagsetningu fyrir útilegu sumarsins... spurning hvor það verði ferðafélagið Litli Brúnn eða kannski bara STÓRI Brúnn!? haha.

31 maí, 2007 09:59  
Blogger �engill said...

Við Magga komumst ekki því við verðum á Akureyris!!! :)

31 maí, 2007 11:39  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég væri búin að bjóða ykkur í partí fyrir löngu ef ég væri ekki í svona lítilli íbúð, það er ekki pláss fyrir nema svona 10-12 manns með góðu móti. En ef þið eruð til í þrengsli þá er ég til. Þið getið komið annað kvöld ef þið viljið.

31 maí, 2007 14:41  
Blogger Sigurást Heiða said...

Frábærar hugmyndir, ég er sannarlega til í þetta. Sjáumst vonandi sem flest þann 9. júní eða hvern þann dag sem valin verður :)

01 júní, 2007 21:28  
Anonymous Nafnlaus said...

Eg er i Thyskalandi til 11. juni en eg fae tha bara ad heyra hvad var akvedid ef thid hittist 9. juni :)
Sjaumst

04 júní, 2007 07:03  

Skrifa ummæli

<< Home