n

miðvikudagur, apríl 25, 2007

Lítill kórdrengur

Ásdís og Helgi áttu lítin kórdreng í gærkvöldi, svolítið fyrir tímann. Drengurinn var 6 merkur og mun verða í hitakassa í einhverjar vikur. Fjölskyldunni heilast vel.

þriðjudagur, apríl 24, 2007

Tónleikar!!!

Kórinn *Vox academica* flytur
*Ein Deutsches Requiem* - Þýsk Sálumessa,
eftir Johannes Brahms

Tónleikarnir verða í Langholtskirkju 5. Mai 2007 kl. 16:00

Einsöngvarar:
Sigrún Hjálmtýsdóttir - Sópran
Kristinn Sigmundsson - Baritónn

Hljómsveit:
Jón Leifs Camerata

Stjórnandi:
Hákon Leifsson

Miðaverð í forsölu 3000 kr. og við inngang 3500 kr.

Forsala aðgöngumiða fer fram í 12 Tónum, Skólavörðustíg, Tónastöðinni,
Skipholti og hjá kórfélögum.

Upplýsingar um tónleikana er hægt að fá í síma 899 7579 og á
voxacademica@gmail.com

Heimasíða kórsins er http:\\habil.is\vox

Miðar fást hjá mér. GSM 866-5566 eða thengillo@gmail.com

laugardagur, apríl 21, 2007


skemmtilegt að sjá hvað þetta fólk hefur tekið út góðan þroska síðustu ár ;)

fimmtudagur, apríl 19, 2007

Formlegt sumar!

Vildi bara óska gleðikórsmeðlimum gleðilegs sumars!

miðvikudagur, apríl 11, 2007

ooo gamlir góðir tímar....

Ég kemst því miður ekki í neitt partí með ykkur fyrr en eftir 11. mai, því ég er á skrilljón í Ba-geðveiki.



En mér varð hugsað til þess þegar þið komuð í roadtrip til mín í Skagafjörðin sumarið 2005. Mikið ógeðslega var gaman þá og Bidda á margar góðar myndir úr þeirri ferð. Endilega kíkið á þær








(ég var reyndar búin að hlaða fullt af myndum hingað inn en bloggerinn þurfti auðvitað að klúðra því fyrir mér svo það póstaðist aldrei :( )




En ég legg til að við förum í aðra álíka ferð í sumar! Eru allir game?

- Tökum bara öfluga barnapíu með okkur ;)










þriðjudagur, apríl 10, 2007

Er ekki komin tími á partý?

Já maður spyr sig, er ekki komin tími á að Gleðikórinn haldi partý? Mér finnst það nú allveg nauðsynlegt!

Býður sig einhver fram í partýhald?

laugardagur, apríl 07, 2007

Gleðilega Páska

Hafið það gott um hátíðarnar og njótið þess að borða súkkulaðiegg