ooo gamlir góðir tímar....
Ég kemst því miður ekki í neitt partí með ykkur fyrr en eftir 11. mai, því ég er á skrilljón í Ba-geðveiki.
En mér varð hugsað til þess þegar þið komuð í roadtrip til mín í Skagafjörðin sumarið 2005. Mikið ógeðslega var gaman þá og Bidda á margar góðar myndir úr þeirri ferð. Endilega kíkið á þær
(ég var reyndar búin að hlaða fullt af myndum hingað inn en bloggerinn þurfti auðvitað að klúðra því fyrir mér svo það póstaðist aldrei :( )
En ég legg til að við förum í aðra álíka ferð í sumar! Eru allir game?
- Tökum bara öfluga barnapíu með okkur ;)
10 Comments:
Þetta var frábær ferð. Rafting í rigningu og kulda, grill og bjór. Ég er til í annað svona ferðalag.
hell jeee!!!!
Já ég er sko til, þarf að prófa þetta rafting, þetta var dásamleg helgi. Væri flott ef við fengjum Prestbakka aftur.
Já. Það var gaman. Ég vil fara aftur.
Já já já mig langar, get ómögulega munað ennþá afhverju ég fór ekki með í ferðina góðu!
Ég kvaddi bara þunna Ýrr og þunna Láru heima í Víðimel þegar þær lögðu af stað í ferðina góðu!
Áfram Skagafjörður í sumar!
Þú varst að setja saman hillu, Hilla.
Jeij já mig langar að fara. Komst ekki síðast en skal komast núna!
Setja saman hillu?? Hver fer ekki í ferðalag af því hann er að setja saman hillu???? Hilla, hilla, hillu, Hillu. Þetta er ruglandi
Ég er svo aldeilis til í að koma með í aðra svona ferð!
Jahá ég er sko til í ferðalag! En það sem mikilvægara er - í síðustu færslu var talað um partíhald! PARTÍHALD!!! en spurningin er: var Anna bara að plata ogkkur, ætlar hún að halda partí í Köben eða verður hún á Íslandi? Ef hún var að plata - hvar verður þá partíið? Hver er blinda stúlkan sem svaf hjá dóttur Geirharðs? Ætli mágur frænda hennar viti hver á barnið?
Maður spyr sig...
Tek undir með láru um partíhald!
Hver og er og vill og verður? Ef ég væri búin að flytja myndi ég sjálf halda partí en þar sem mér finnst einstaklega leiðinlegt að skoða fasteingir!
Skrifa ummæli
<< Home