The curse of the broken stuff
Vitiði mér líst bara ekkert á 2007. Ég fór með tölvuna til læknis fyrir helgi og í dag fékk ég formlegt bréf sem tjáði mér að það væri ekkert hægt að gera. Hún er s.s ekki biluð heldur ónýt! Og þar sem ég skrifa ekki Ba ritgerð tölvulaus, þá verð ég bara að gjöra svo vel að kaupa mér nýja.
Svo eru náttúrulega veggirnir eins og þeir eru, hjólið ennþá beyglað og í dag datt sjónvarpskapallinn út vegna óveðurs. Einmitt þegar ég er heima með hálsbólgu.
Svo eru náttúrulega veggirnir eins og þeir eru, hjólið ennþá beyglað og í dag datt sjónvarpskapallinn út vegna óveðurs. Einmitt þegar ég er heima með hálsbólgu.
6 Comments:
Braustu spegil eða labbaðir undir stiga eða mættirðu svörtum ketti? ;)
öll él syttir upp um síðir
æjjæ.... Ef árið byrjar illa þá er um að gera að láta það enda vel!
ha? hvernig eru veggirnir?
Ég held að 2007 verði gott ár! ...samt er ég búin að fara með flakkarann minn, myndavélina mína OG gleraugun í viðgerð! En allt þetta er að koma til, og bráðum kemur lillebarn svo þetta getur ekki orðið annað en gott ár. Víj.
Hei þetta átti ekkert að fara hingað :) var einmitt að leita að þessu og bölva blogger fyrir að hafa tínt færslunni!! Þetta átti að fara á mitt blogg.
Reyndar held ég að 2007 verði gott hjá mörgum og er orðið það nú þegar hjá sumum...
En allavega, farið í kökuboð hjá Ásdísi, ég vildi að ég gæti komið.
hmmm boðið er víst hjá Hillu!!!
Skrifa ummæli
<< Home