n

föstudagur, janúar 30, 2009

GRÆNIR DAGAR: FATASKIPTI - GÖMUL FÖT OG SJÁLFBOÐALIÐAR ÓKAST

Hæ, sendi þetta áfram því veit að mörg ykkar hafið áhuga á svona löguðu :)

GRÆNIR DAGAR: FATASKIPTI - GÖMUL FÖT OG SJÁLFBOÐALIÐAR ÓKAST!!

Sæl öll !Áttu einhver föt sem þú notar ekki og þarft að losna við og gætir hugsað þér að skipta þeim fyrir önnur ? Eruð þið hugmyndarík, nýtin og góð að sauma? Uppyllir þú þetta ? Þá viljum við fá ÞIG til að hjálpa okkur með í Fataskipti Grænna Daga viðburðinn !

Í fyrstu viku mars mánaðar mun Gaia skipuleggja Græna Daga í Háskóla Íslands. Við munum hafa marga viðburði á Háskólasvæðinu með það að markmiði að vekja til vitundar græn og siðferðisleg gildi. Þú getur haft áhrif !!

Hvað þurfum við :

GÖMLU FÖTIN ÞÍN - áttu einhvern fatnað sem þú ert að hugsa um að losa þig við ? Komdu með þau til okkar fyrstu viku mars mánaðar og við munum gefa þér fatamiða sem gefur þér rétt til að skipta um flík !

SAUMAHÆFILEIKAR ÞÍNIR - ertu handlaginn skraddari ? Langar þér til að sýna áhugasömum hvað þú ert góður skraddari ? Já ? Þá er þetta þitt tækifæri. Á Háskólatorgi fimmtudaginn 6. og föstudaginn 7. mars þurfum við að fá áhugasama til að sýna hvernig hægt er að endursníða og endurnýta notuð föt. Frábær leið til að vara uppfinningasamur !

LEGGJA TIL HJÁLPARHÖND - ertu með góða samskiptahæfileika og með skipulagsgáfu ? Ertu listræn(n) ? Okkur vantar fólk til að hjálpa okkur að taka á móti og flokka fatnað, sjá um fataskipta borðið, búa til fatamiða, skilti og skreytingar ... og meira til.

Takið eftir, við tökum ekki á móti sokkum og undirfatnaði !!Vonumst til að heyra frá ykkur sem allra fyrst ! GAIA

- Besta leiðin til að vera með er að skrá sig á Facebook í hópinn "Green Days - University of Iceland" eða hafa samband við Ruth í síma 8207687 og Katie í síma 6625962. Email ruderuth (hja) gmail.com or duckducktheduck (hja) gmail.com

Kveðja, Karen!

föstudagur, janúar 23, 2009

spila, spjalli, át og kósý kvöld

Já svoleiðis kvöld verður hjá mér sunnudagskvöldið 25. janúar klukkan átta

kveðjur Ásdís...

(og svo skuluð þið taka sunnudaginn fyrir bolludaginn frá... því þá verður hin árlega (hefðin byrjaði í fyrra) bolluhátið gleðikósins haldin í boði okkar Helga.... Allar spennandi bollu-uppskryftir óskast)