n

mánudagur, september 24, 2007

Kaffiboð hjá Fríðu Siggu

Hæ hó gleði-lömbin mín!
Fyrir hönd Fríðu ætla ég að bjóða ykkur í kvöld-kaffi annaðkvöld (þriðjudag):

Staður: Mánagata 8 (sjá kort)
Stund: hálf9 - 9
Annað: hringið á efri bjöllu

Fríða vonast til að sjá ykkur sem flest :) Vinsamlegast boðið komu ykkar í kommentakerfið...og afsakið hve boðið kemur seint :)

Efnisorð:

föstudagur, september 21, 2007

Gleðidans

Það voru þrír gleðkórsmeðlimir og eitt viðhengi sem skelltu sér í grenjandi rigninu og myrkri að sjá myndina Hairspray. Allir voru glaðir og kátir að myndinni lokinni enda er hún eintómur söngur, dans og gleði þó undirtónn myndarinnar sé aðskilnaður hvítra og blökkumanna í Bandaríkjunum.

Eftir myndina langaði mann helst til þess að taka nokkur dansspor bara og það spratt upp umræða um að breyta gleðikórnum í gleðidansfélagið :o)

Ég hvet svo alla sem langar að lyfta sér úr hversdagnum og fyllast lit og gleði að kíkja á myndina Hairspray. Já svo ættu allir að sjá Astrópíu líka. Ein af betri íslensku gamanmyndum sem gerðar hafa verið!

mánudagur, september 17, 2007

Gleðikórinn fer í bíó

Jæja lömbin mín, er ekki löngu komin tími til að fara í bíó?

Höldum í gleðilega bíóferð miðvikudaginn 19. sept að sjá myndina Hairspray. Hittumst í Háskólabíói korter í átta!

Sjáumst vonandi sem flest :o)

miðvikudagur, september 12, 2007

Bjart draumaland

Mig dreymdi um Bjart í nótt! Það er íslensk stúlka sem er með mér í námi hér í Kosta Ríka sem var á Bifröst og hún þekkir hann Bjart. Við sögðum kjaftasögur um hann og svo vorum við Bjart að ganga saman við sólarlag á fallegri strönd í mínum draumaheimi.
Þetta ógnar mér soldið.