n

föstudagur, september 21, 2007

Gleðidans

Það voru þrír gleðkórsmeðlimir og eitt viðhengi sem skelltu sér í grenjandi rigninu og myrkri að sjá myndina Hairspray. Allir voru glaðir og kátir að myndinni lokinni enda er hún eintómur söngur, dans og gleði þó undirtónn myndarinnar sé aðskilnaður hvítra og blökkumanna í Bandaríkjunum.

Eftir myndina langaði mann helst til þess að taka nokkur dansspor bara og það spratt upp umræða um að breyta gleðikórnum í gleðidansfélagið :o)

Ég hvet svo alla sem langar að lyfta sér úr hversdagnum og fyllast lit og gleði að kíkja á myndina Hairspray. Já svo ættu allir að sjá Astrópíu líka. Ein af betri íslensku gamanmyndum sem gerðar hafa verið!

1 Comments:

Blogger Ýrr said...

vá maður, þetta var geggjað skemmtileg mynd!! víjjjj

24 september, 2007 21:07  

Skrifa ummæli

<< Home