n

mánudagur, ágúst 20, 2007

Sumargleði

Kæru gleðikórsfélagar!

Þá er loksins komið að því! Sumargleðikórsins nálgast óðfluga! Eins og áður hefur komið fram verður gleðin helgina 24.-26. ágúst í Fljótstungu.

Það verður mikið fjör og mikil gleði þessa helgi enda býður svæðið upp á mikla möguleika. Hægt er að fara í gönguferðir, hellaferðir, hanga inni, fara út í leiki og margt margt fleira. Gist er í svefnpokaplássi og við reynum að koma öllum fyrir inni. Gistining kostar 1250kr. nóttinn á mann.

Við hvetjum alla gleðkórsfélaga til að mæta og gleðjast í lok sumars. Fljótstunga er aðeins í klukkutíma akustrfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu og því örstutt að skjótast! Það er að sjálfsögðu velkomið að mætta án þess að gista og við hvetjum alla sem ekki hafa tök á að gista að kíkja við í Fljótstungunni.

Skipulag helgarinnar verður létt og skemmtilegt.Á laugardagskvöldinu er ætlunin að borða öll saman og hafa gaman. Hver og einn kemur með á grillið fyrir sig. Síðan koma allir með sitt uppáhaldsmeðlæti og við búum til úr því eitt risastórt meðlætahlaðborð fyrir alla. Að öðruleiti sér hver um sinn mat yfir helgina. Við biðjum þó þá sem geta að koma með grillolíu og kol!

Skráning er hjá Ernu Maríu Gleðteymismeðlims á emjHJÁhi.is. Þegar þið sendið inn skráningu svarið þá þessum spurningum:

1. Hvað heitir þú?
2. Hvað ætlaður að vera lengi:
a. Alla helgina
b. Frá föstudegi til laugardags
c. Frá laugadegi til sunnudags
d. Ætla að koma en ekki gista
3. Ertu í góðu skapi og gleðin við völd?
4. Verður á bíl?

Gleðikórsfélagar koma sér sjálfir á staðinn. Ef einhvern vantar far, hafið þá samband við Ernu Maríu (emjHJÁhi.is,) eða Sigrúnu (sigrunoHJÁgmail.com) gleðteymisfélaga og þær gætu vitað af einhverjum með laust sæti!

Við hlökkum til að sjá ykkur og tómri gleði í fljótstungu og ekki gleyma að skrá sig!

Ykkar einlæga Gleðiteymi!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home