n

miðvikudagur, júní 27, 2007

Gleðileg sumargleði Gleðikórsins

Elsku gleðikórsmeðlimir!

Ykkar ástkæra og einlæga gleðiteymi hittist í vikunni og réð ráðum sínum um komandi starf og kkar gleðilega gleðifélags!

-SUMARGLEÐI- verður haldin helgina 24.-26. ágúst næstkomandi! Staðsetning og nánar um ferðina kemur vona bráðar. Ef þið komist alls ekki þessa helgi endilega látið okkur vita því ef enginn kemst þessa helgi þá verðum við að finna nýja! Við ætlum að eiga saman góða helgi þar sem gleðin er við völd bæði fyrir alla kórfélaga, einhleypa, tvíhleypa eða þríhleypa!

-BÍÓFERÐ- Afar gleðileg bíóferð verður farinn á föstudaginn þann 29. júní. Hugmyndin er að sjá græna tröllið Shrek! Tímasetning og staðsetning verður sett hér inn og send á póstlistann snemma á föstudaginn!

Það mun ábyggilega margt fleira gleðilegt og skemmtilegt verða á döfinni í sumar svo það er um að gera að vera glaðlegur og fylgjast vel með hérna á síðunni og póstlistanum!

4 Comments:

Blogger Erna María said...

Vúbdi dúú,

Hlakka geggjað til að fara í bíó, hlakka líka ógó mikið að fara í gleðiferðina í ágúst

27 júní, 2007 21:24  
Blogger Anna said...

jeij Shrek!!! ég mæti

27 júní, 2007 21:34  
Blogger Anna said...

Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

27 júní, 2007 21:34  
Anonymous Nafnlaus said...

Jess bíó gaman!

Kemst svo vooonandi í sumargleðina. Er að vinna í verkefnavinnu úti á landi í júlí og ágúst (líka um helgar) þannig að ég er ekki viss eins og er, en ég er eiginlega að vonast til að öll vinnan verði bara búin þarna um þetta leyti...

28 júní, 2007 09:49  

Skrifa ummæli

<< Home