n

föstudagur, ágúst 03, 2007

Gleðikaffihúsaferð

Næsta miðvikudag 8. ágúst verður gleðihittingur á Kaffibrennslunni. Mæting er upp úr kl. 20.00 en sniðugt fyrir þá sem verða svangir að mæta fyrr og fá sér kvöldmat af nýjum matsel staðarinns.

Strax hefur góður hópur boðað koma sína svo endilega komið og blendið geðið við Gleðifólk

Sjáumst
Gleðiteymið

5 Comments:

Blogger Unknown said...

Takk fyrir afar ánægjulega afmælisveislu. Sjáumst líklega á miðvikudaginn, nema ég verði farin norður í land. Og borðum matsel. namminamm.

03 ágúst, 2007 16:15  
Blogger Jon Olafur said...

Ég flakka nú um hálendið með franska ferðamenn í göngu- og tjaldferðum. Verð líklegast í Landmannalaugum á miðvikudag, góða skemmtun

03 ágúst, 2007 16:29  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég kem í bæinn þarna um kvöldið, væntanlega. Gæti verið að kíki á kaffihúsið ef við verðum ekki of seint á ferð.

05 ágúst, 2007 19:05  
Blogger Erna María said...

ég var allt í einu að átta mig á að ég er að fara að vinna í kvöld :S
en ég kiki þegar ég er búin að vinna :)

08 ágúst, 2007 14:59  
Anonymous Nafnlaus said...

Hei, hvað varð af öllu fólkinu sem ætlaði að mæta? Það var allavega góðmennt og matselurinn rann ljúflega niður með þónokkuðmörgum karlsbergum. Við Begga, Gunni, Unnur, Gaui, Þórir og Sigrún áttum afskaplega notalegt kvöld á brennslunni, takk kærlega fyrir mig:)

08 ágúst, 2007 23:28  

Skrifa ummæli

<< Home