n

mánudagur, febrúar 25, 2008

Gleðikonur og gleðimenn!

Gleðikonur og gleðimenn, athugið!

Ohh, mig hefur alltaf langað til að nota þessa fyrirsögn... Á föstudaginn langa, þann 21. mars næstkomandi verð ég hálffimmtug, það er sama og að vera tuttugu og fimm, er það ekki??? Í tilefni af því langar mig að bjóða ykkur í smá hóf hér heima hjá mér á Sólvallagötu 68b. Þetta er beint á móti Vesturbæjarskólanum, gengið um port milli 66 og 68 inn í stóran garð þar sem litla húsið mitt er í vinstra horninu á bakvið stærðarinnar tré. Ég skal setja út kerti eða eitthvað, þá finnið þið þetta örugglega. Mæting upp úr 9 eða bara þegar ykkur hentar. Vonast til að sjá sem flesta:D

Bidda gamla

þriðjudagur, febrúar 19, 2008

Sunnudagskaffi

Allir í sund á föstudaginn (sjá færsluna fyrir neðan)

En á Sunnudaginn næsta hyggst Ásdís Kökuerðarkona blása til sunnudagskaffis.... Hún ætlar nebblilega aðeins að æfa sig í kökugerðunum og vantar góða matsmenn og skemmtilegt fólk í herlegheitin.... vonast er til að sem flestir mæti og eru allir velkomnir....

staður og stund: Sunnudagur um þrjú leitið að Hæðargarði 18

Sund á föstudaginn!

Hæ félagar

Líst ykkur ekki vel á að ljúka vinnuvikunni með því að fara í sund áföstudaginn kemur, láta líða úr sér í pottinum og njóta þess að vera ígóðum félagsskap?

Við vorum að spá í að hittast í Laugardalslauginni um sexleytið,hvernig líst ykkur á það?

Kveðja, Bidda

föstudagur, febrúar 15, 2008

Úber hallærisleg föt

Það var fámennt en mjög góðmennt á My so called life kvöldi í gærkvöldi. Gleðikórsfélagar (og ein boðflenna sem sá síðust 30 sek af þættinum) horfðu á vel valinn þátt úr seríunni góðu og var mikið hlegið. Þátturinn sem umræðir er 12 þátturinn í seríunni og kallast SelfEsteem. Fæstir höfðu séð þessa þætti svo árum skiptir og kom það okkur Ernu Maríu allaveganna dálítið á óvart að við gátum enn talað með þáttunum!

Það sem kom kannski mest á óvart var hversu ótrúlega hallærisleg föt voru í þáttunum, næstum eins og búningadeildin hafi farið yfir um því svona föt og samsetningar voru ábyggilega ekki í tísku á þessum árum!

Takk fyrir komuna, þið sem lituð við!

Hilla

mánudagur, febrúar 11, 2008

Hittingur FIMMTUDAGINN 14. febrúar

Gleðilegur gleðikórsfélagar,

Jordan Catilano kvöldið datt upp fyrir vegna veðurs á föstudaginn. Ég blæs því til nýs hittings fimmtudaginn 14. febrúar í staðinn! Allir velkomnir.

Eins og áður er planið að horfa á einn eða tvo velvalda þætti úr seríunnu góðu My so called life en annars bara spjalla og hafa það gott!

Nánari upplýsingar um staðsetningu í tölvupósti!

Gleðikveðja,
GleðiHilla

þriðjudagur, febrúar 05, 2008

Föstudagsgleði


Gleðilegu gleðikórsfélagar,

Föstudaginn 8. febrúar næstkomandi blæs ég til löngu tímabærs gleðiáhrofs á vel valda þætti úr seríunni My so called life. Planið er að kíkja á einn til tvo þætti og eiga svo huggulegt kvöld í spjalli og jafn vel áti og drykkju!

Þeim sem leiðist My so called life þurfa ekki að örvænta, hægt er að koma af stað góðu eldhúspartýi á meðan eða taka með sér handavinnunna og sökkva sér í hana!

Mæting er klukkan 20:00 fyrir þáttinn, annars má bara koma þegar menn vilja!

Hlakka til að sjá sem flesta! Nánir upplýsingar um staðsetingu í tölvupósti.