n

þriðjudagur, febrúar 05, 2008

Föstudagsgleði


Gleðilegu gleðikórsfélagar,

Föstudaginn 8. febrúar næstkomandi blæs ég til löngu tímabærs gleðiáhrofs á vel valda þætti úr seríunni My so called life. Planið er að kíkja á einn til tvo þætti og eiga svo huggulegt kvöld í spjalli og jafn vel áti og drykkju!

Þeim sem leiðist My so called life þurfa ekki að örvænta, hægt er að koma af stað góðu eldhúspartýi á meðan eða taka með sér handavinnunna og sökkva sér í hana!

Mæting er klukkan 20:00 fyrir þáttinn, annars má bara koma þegar menn vilja!

Hlakka til að sjá sem flesta! Nánir upplýsingar um staðsetingu í tölvupósti.

4 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Þetta eru alveg æðislegir þættir, man vel eftir þeim. Oft nefndir sem dæmi um seríur sem hætta á réttum tíma og eru ekki þynntar út í eitt.
Er planið að hafa þetta bara eitt kvöld eða er áframhald? Nítján þættir eru samt kannski túmöts:)

Kveðja, Bidda (sem kemst ekki, er að fara á Súperstar)

06 febrúar, 2008 13:14  
Anonymous Nafnlaus said...

Hugmyndin er að horfa á tvo vel valda þætti úr miðri seríunni! En það má vel hugsa sér að hafa fleiri svona kvöld!

07 febrúar, 2008 10:02  
Blogger Ásdís said...

Ég ákvað að fylgja almannavörnum og halda mig heima við....

08 febrúar, 2008 22:31  
Anonymous Nafnlaus said...

Hittingurinn frestaði líka vegna veðurs! Verðum að finna nýjan tíma!

10 febrúar, 2008 12:34  

Skrifa ummæli

<< Home