n

mánudagur, janúar 07, 2008

Gleðiátakshópur

Sæl öll og takk kærlega fyrir gamla árið.

Ég veit að ansi margir úr Gleðikórnum ætla í átak gegn fitu- og slenpúkanum núna á nýju ári.
Þar sem okkur finnst svo gaman að gera eitthvað saman og þegar við-ið kemst yfir mannskapinn tekst okkur allt svo miklu betur. Datt mér í hug að því tilefni að stofna Gleðiátakshóp þar sem við styðjum hvort annað í baráttunni og gera eitthvað skemmtilegt, sveitt og fitusnautt saman.

Þó svo að fólk hafi misjöfn markmið og misjafnar aðferðir getum við gert margt skemmtilegt og hvetjandi saman.

Sem dæmi:

Gönguferðir, skiptast á uppskriftum, hittingar án hiteininga, sundferðir, og hvað annað sem okkur dettur í hug að gera...

Fyrsti hittingur verður næsta fimmtudag kl. 20.00 heima hjá Ýrr Háaleitistbraut 43, 1.h.v.
Þá er planið að við peppum hvort annað upp og skiptumst á góðum ráðum (og slúðri.. hehe)

Hlakka til að sjá sem flesta
kveðja,

við-ið....... ;)

4 Comments:

Blogger Harpa Hrund said...

mér líst vel á sundferðir vúhú verð samt að viðurkenna að hittingur án hitaeininga hljómar ekki vel hehehe...

07 janúar, 2008 15:05  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég er til, aðallega upp á félagsskapinn - er nú ekki mikið í átaki þessa dagana, er þvert á móti að reyna að fá eins stóran maga og ég get! ;) En alltaf til í göngur, skokk, sund... og slúður.

07 janúar, 2008 17:31  
Anonymous Nafnlaus said...

Nei mjóir og óléttir eiga að borða mikið! Samt góð hugmynd ef þetta verður bara innan skynsamlegra marka. Gott að gefa og fá stuðning en ekki gott að einblína of mikið á eigið holdafar :)
Hollt að fara í göngutúra og alltaf gaman að hittast.

08 janúar, 2008 13:53  
Blogger Unknown said...

Ég er alltaf til í sundferð. Ekkert endilega til að synda samt...

08 janúar, 2008 17:38  

Skrifa ummæli

<< Home