n

fimmtudagur, desember 13, 2007

JÓLASÖNGUR

Hó hó hó!!!!

Hvað kemur manni betur í jólaskapið en að SYNGJA JÓLALÖG?

.......svarið er EKKERT

Ákveðið hefur verið að boða til Gleðikórssöngs á Laugaveginum á Þorláksmessu! (í eftirmiðdag eða um kvöldið)

Það er hugsað sem einskær skemmtun og jólagleði fyrir þá sem langar til að syngja jólalögin í góðravina hópi og leyfa laugavegsgöngugörpum að njóta með (fáum ekkert borgað - og jú það má alveg!)

Æfing verður haldin heima hjá Hörpu kl. 17.00 á sunnudaginn kemur þann 16.des

Ætlum að syngja t.d.
Bjart er yfir betlehem
Kom þú kom vor immanúel

Það aldin út er sprungið
...og einhver fleiri lög sem leynast í nótunum okkar gömlu góðu og eru í uppáhaldi!


Takið með ykkur gamlar jólalaganótur!

Sjáumst vonandi sem flest!


.....munið svo að lesa póstinn hér fyrir neðan líka um SMÁKÖKUKVÖLD hjá Hildi á þriðjud.18.des!

2 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

MÆTI OG HLAKKA ÓGÓ TIL! sigga

14 desember, 2007 14:53  
Anonymous Nafnlaus said...

Ó mæ... steingleymdi þessu í jólastússinu....

16 desember, 2007 21:35  

Skrifa ummæli

<< Home