Gleðileg handavinna
Jæja, þá er loksins komið að því! Ég ætla að blása til handavinnukvölds heima hjá mér annað kvöld (miðvikudag). Vonast til að sjá ykkur sem flest.
Allir koma með handavinnu að eigin vali (prjóna, hekla, mála, skartgripagerð...eða annað - notið ímyndunaraflið! :)
Vinsamlegast boðið komu yðar.
Staður: Háaleitisbraut 43, 1.h.VINSTRI
Stund: 20:00
Hvað: Handavinna að eigin vali
Allir koma með handavinnu að eigin vali (prjóna, hekla, mála, skartgripagerð...eða annað - notið ímyndunaraflið! :)
Vinsamlegast boðið komu yðar.
Staður: Háaleitisbraut 43, 1.h.VINSTRI
Stund: 20:00
Hvað: Handavinna að eigin vali
Efnisorð: Handavinna
10 Comments:
Ég boða komu mína svo framarlega sem ég verð ekki með pípara í heimsókn eða annan óþrifnað.
Já mér líst vel á! Þarf að finna mér e-ja handavinnu hmmm ...
ég kemst því miður ekki :(
Þarf að klára að mála, veggfóðra, kaupa kjól og húsgögn :)
Ég mæti!
Ég prjóna bara heima hjá mér. Annars verðiði að hafa svona einhvertíman þegar ég er heima, vantar að læra meira en garðaprjón.
Takk fyrir mig í gær. ég held ég hafi slegið öll met í handavinnu í gær - rekja upp gamalt - prjóna og rekja upp!
Takk fyrir mig líka, þetta var ljúft, næst mæti ég með handavinnu.
Annars er nú handavinna út af fyrir sig að veggfóðra og mála en það er víst ekki hægt að taka svoleiðis með sér á aðra bæi:)
Ég ætlaði svooo að koma og vona að þið gætuð kennt mér handtökin (er búin að kaupa garnhnykla og hringjprjóna meira að segja, ekki það að ég viti hvort hringjprjónar nýtist mikið) EN litlan mín var svo lasin að það var ekki séns að mamman færi.
Já takk fyrir mig, nú ætla ég mér sko að verða handavinnukona, sérstaklega ef eg kemst í að fá svona góð ráð þannig að ég geti lært annað en að prjóna fram og til baka!
Þurfum að spá í þetta með rauðakrosskonurnar, láta þær kenna okkur þetta hægrivinstri:)
Skrifa ummæli
<< Home