Fullorðins og afar kúltiverað kaffiboð
Kæru gleðikórsystkin
Ég er að hugsa um að hóa saman í síðdegis kaffiboðs næstkomandi fimmtudag.... Þegar þreytta fólkið sem er orðið svo fullorðins skreiðlast úr fullorðins vinnunni (eða þá úr ótrúlega fullorðins skólanum) þá langar mig að stefna því heim til mín í ávaxtasalat, slúðrar, te eða kaffi... endurhlaða batteríin og hittast....
Staður og stund: Hæðargarður 18..... um klukkan 17:00 fimmtudaginn 11. okt (skrifið þetta í vasadagbækurnar !!!.... eru ekki allir svona fullorðins með svoleiðis)
Bestu kveðjur Ásdís
10 Comments:
Takk Ásdís! Mig langar rosalega að koma en kemst reyndar ekki fyrr en upp úr 18.30, fólk verður ekkert farið svo snemma er það nokkuð...
Vei vei! Við Egill mætum hress í te og ávexti. Ég skrifa þetta í dagbókina, ég er ógó fullorðins og á svoleiðis.
Heyrðu ég er ógó fullorðins og á líka svona ógó fullorðins dagbók. Fullorðins bókin mín segir að mínu fullorðins lífi verði ég hins vega á leið í brúðkaup í Póllandi þennan dag svo ég verð því miður að afboða komu mína.
Mér þykir þetta afarslæmt enda er allt of langt síðan ég hitti ykkur öll saman! Ég mæti galvösk í næsta boð ef það verður ekki bara heima hjá mér :o)
Ú, þetta hljómar vel, ég mæti.
Skrifa hjá mér í calenderið í labbanum, talandi um fullorðins :)
en skemmtilegt, ég er einmitt orðin svo svaka fullorðins þannig ég mæti :)
ef ég þekki gleðikórinn rétt verður hann ekki farinn heim 18:30...
kveðjur...
Ásdís
hlakka til að sjá ykkur
Af því að ég er svo ung og óþroskuð og þar af leiðandi ENNÞÁ í Háskólakórnum, þá bara verð ég að afboða þar sem ég verð á æfingu. En þakka samt fyrir gott boð.
Við mætum!
Við Siggi mætum líka :)
Sigrún
Ég mæti með mín gráu hár. hlakka ofsalega til að sjá ykkur lömbin mín!!!!
Ég verð þessi ofurmyglaða með baugana niður á hæla, xxx sigga
Skrifa ummæli
<< Home