n

sunnudagur, nóvember 04, 2007

Sælt veri fólkið

Mig langaði bara að kasta smá kveðju hingað inn. Er orðin svona óþolandi manneskja sem lætur gera ráð fyrir sér í alla hittinga en mætir svo aldrei.
Ekki nógu gott.
Því er þessi síða svo mikil snilld, þá sér maður hvernig fólk hefur þroskast og búið leggja frá sér krúsina og taka upp prjónana í staðin. Það er þó ekki svona rosalega langt um liðið.

Verður ekki einhver flottur aðventufögnuður í des?

Bestu kveðjur, H.

8 Comments:

Blogger Ýrr said...

Hey já, aðventufögnuður er algjörlega málið.
Er gleðiteymið ekki komið í málið? ;)

05 nóvember, 2007 08:32  
Anonymous Nafnlaus said...

Það verður að sjálfsögðu gleðilegur jólafögnuður í desember en dagsetning er ekki niður nelgd. Allir að fylgjast með!

Svo hvetjum við líka til að gleðifélagar skipuleggji aðra skemmtilega fögnuði í desember svo sem föndur, smákökuhitting og fleira!

05 nóvember, 2007 13:21  
Blogger Telma said...

jólaball fyrir börnin er það ekki? ;)

05 nóvember, 2007 15:30  
Anonymous Nafnlaus said...

Aðventufögnuður eða milli-jóla-og-nýárs-fögnuður, því fyrr því betra að gefa út dagsetninguna, maður er svo eftirsóttur á þessum árstíma:)

Já og Telma, ganga eða skríða í kringum jólatréð? Er einhver af þessum krakkaormum byrjaður að ganga?:D Annars væri ég alveg til í svona jóla-barnahitting, maður þarf ekki að eiga börn til að hafa gaman af þeim.

05 nóvember, 2007 22:15  
Anonymous Nafnlaus said...

Fullorðinshitting OG barnahitting, takk! :)

06 nóvember, 2007 09:45  
Blogger �engill said...

Það er engin búin að leggja frá sér krúsina!!! ;)
Það kallast ekki þroskamerki að leggja frá sér krúsina!! hehe

07 nóvember, 2007 15:21  
Blogger Harpa Hrund said...

sammála síðasta ræðumanni!! skál.
Þengill hvernig er þín löpp annars eftir helgina? mín er slæm ;)

13 nóvember, 2007 13:33  
Anonymous Nafnlaus said...

Þið vitið að ég og Anna koma ekki fyrr en 21.

15 nóvember, 2007 09:12  

Skrifa ummæli

<< Home