n

þriðjudagur, október 30, 2007

Hittingur á morgun

Sælir gleðifélagar,
Ég þakka kærlega fyrir komuna í partíið til mín seinasta laugardag og fyrir allar fallegu gjafirnar sem þið gáfuð mér. Það mættu um 40 manns í parti og var gleðikórinn í stórum meirihluta enda leið ekki á löngu uns nágrannanir fóru að kvarta utan of fallegum söng sem barst upp á næstu hæðir....

Ég hef alls ekki fengið nóg og vil því endilega bjóða ykkur aftur í heimsókn á morgun. Hittingurinn verður kannski pínu stelpulegur þar sem planið er að borða mikið af súkkulaði og glápa á ANTM eða eitthvað annað stelpulegt :)

Strákar eru af sjálfsögðu jafn velkomnir og stelpur en þeir verða hins vegar að vera tilbúnir til að slúðra borða mikið súkkulaði og hneikslast á að hvað fyrirsæturnar i ANTM eru horaðar. Svo horfum við á How to look good naked eftir allt súkkulaði átið

ég bý eins og áður hefur komið fram á Hjarðarhaga 46 og mæting bara upp úr 20.00

Hlakka til að sjá ykkur,
Erna María

5 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Takk fyrir gott boð en ég er að fara á tónleika í kvöld (Andréa Bocelli, júhú!) og kemst því ekki. Góða skemmtun samt og verði ykkur að góðu yfir súkkulaði *slef*!

31 október, 2007 09:43  
Blogger Ýrr said...

ég kem!

31 október, 2007 13:10  
Blogger Harpa Hrund said...

mér veitir ekki af meira súkkulaði - er búin með 2 stykki í dag og langar í meira

31 október, 2007 13:51  
Blogger Ásdís said...

Ég mæti með eitt stikki viðhengi....

31 október, 2007 14:40  
Anonymous Nafnlaus said...

Það er tæpt að ég komist...
Kem kannski (en samt líklegra að komi ekki). Takk fyrir boðið!

31 október, 2007 16:53  

Skrifa ummæli

<< Home