n

mánudagur, febrúar 25, 2008

Gleðikonur og gleðimenn!

Gleðikonur og gleðimenn, athugið!

Ohh, mig hefur alltaf langað til að nota þessa fyrirsögn... Á föstudaginn langa, þann 21. mars næstkomandi verð ég hálffimmtug, það er sama og að vera tuttugu og fimm, er það ekki??? Í tilefni af því langar mig að bjóða ykkur í smá hóf hér heima hjá mér á Sólvallagötu 68b. Þetta er beint á móti Vesturbæjarskólanum, gengið um port milli 66 og 68 inn í stóran garð þar sem litla húsið mitt er í vinstra horninu á bakvið stærðarinnar tré. Ég skal setja út kerti eða eitthvað, þá finnið þið þetta örugglega. Mæting upp úr 9 eða bara þegar ykkur hentar. Vonast til að sjá sem flesta:D

Bidda gamla

12 Comments:

Anonymous Nafnlaus said...

Við mætum beint frá París :)
Kv. Begga og Gunni

25 febrúar, 2008 21:08  
Anonymous Nafnlaus said...

Og við mætum beint frá Víðimel! :)

25 febrúar, 2008 23:33  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég mæti beint yfir götuna!
Kveðja,
Karen

26 febrúar, 2008 11:33  
Blogger Ásdís said...

Annað hvort ég eða Helgi komum.... það fer eftir því hvort okkar fær útfararleifið....

26 febrúar, 2008 14:32  
Blogger Unknown said...

Ég hugsa til ykkar frá Dalvík

27 febrúar, 2008 11:37  
Blogger gemill said...

Við Kristín ætlum að reyna að koma, takk fyrir gott boð.

27 febrúar, 2008 22:13  
Anonymous Nafnlaus said...

Ég reyni að mæta!

28 febrúar, 2008 10:58  
Blogger Jon Olafur said...

Kemst tvi midur ekki i afmaelid, er erlendis - nanar tiltekid Down under :-)

03 mars, 2008 08:14  
Anonymous Nafnlaus said...

mun hugsa til ykkar frá Las Vegas

03 mars, 2008 21:38  
Blogger Bidda said...

Það verður tekið við hugskeytum klukkan tíu stundvíslega. Það verður svona mínútuþögn og allir einbeita sér (bara ímynda sér að Danni sé að segja draugasögu:) og BINGÓ!

03 mars, 2008 23:24  
Anonymous Nafnlaus said...

Verð víst í sveitinni með mitt klan. Góða skemmtun :)

Margrét

18 mars, 2008 12:39  
Blogger Bidda said...

Takk fyrir yndislegt kvöld og takk enn og aftur fyrir allar gjafirnar, ég þarf ekki að kaupa rauðvín á næstunni:)
Þið eruð frábær:)

22 mars, 2008 15:49  

Skrifa ummæli

<< Home