n

miðvikudagur, desember 27, 2006

Jólagledi Gledikórsins

Þá er loksins komið að því, fyrsta jólagleði gleðikórsins verður haldin föstudaginn 29. desember næstkomandi. Ásdís og Helgi ætla að halda herligheitin og hefst fangaðurinn á heimili þeirra upp úr tíu um kvöldið.

Búið er að senda út póst á stóran hóp en ef einhver hefur ekki fengið póst endilega látið mig hafa póstfangið ykkar! Mitt er hér til hliðar

Vonandi koma sem flestir!

sunnudagur, desember 24, 2006

Jólin jólin jólin

Gleðileg jól elsku Gleðikórsfélagar og vinir mínir.
Hafið það sem allra best um jól og áramót.
Borðið mikið og vel, og ekki fara í jólaköttinn.
Sjáumst hress þann 29.des. :)

miðvikudagur, desember 20, 2006

Jólagleði gleðikórsins

Jæja kæru gleðikórsfélagar! Þá er komið að því að halda Jólagleði Gleðikórsins sem sagt tvöfalda gleði! Jólagleðin verður haldinn föstudaginn 29. desember og verður ýmislegt skemmtilegt skrafað og gert ábyggilega.

En eitt vantar okkur áður en hægt verður að halda gleðina, það er húsnæði undir hana! Ég lýsi hér með eftir góðhjarta gleðikórsmeðlim sem vill fá okkur í heimsókn þann 29. desember!

þriðjudagur, desember 19, 2006

Netfanga- og blogglisti

Einhverjum fannst sniðugt að hafa netföng öll á sama stað, svo hægt sé að senda fjöldapóst á liðið þegar það á við...

Ég set hér til hliðar þau netföng sem ég tel mig hafa. Endilega setjið inn netföngin ykkar eða leiðréttingar hér í kommentakerfið og þá bæti ég við á listann.
Ég set netföngin í tvo lista:
  • með "stökum" netföngum og nafn þess sem á netfangið,
  • með öllum netföngum í einni línu með ; á milli (sem er þá hægt er að copy/peista fyrir fjöldapóst)

Er svo ekki sniðugt að hafa blogglista líka? Endilega setjið slóðina á bloggin ykkar líka hér í kommentakerfið og ég hendi því inn....

föstudagur, desember 15, 2006

Afmælisboð

Hæ elsku gleðigjafarnir mínir, þó ég viti að sum ykkar eru enn í prófum þá ætla ég samt að bjóða ykkur í afmælið mitt sem verður haldið 17 des (næsta sunnudag) frá kl
20.
Ég er búin að fá lánaða penthouse íbúð í hlíðunum undir herlegheitin
og mun hefjast handa við að safna vistum strax og ég lendi á fósturjörðinni,
svo það ætti enginn að verða svangur. Heimilisfangið er Barmahlíð 42, og
það stendur Brynjar Karlsson á bjöllunni.

Látið mig endilega vita hvort þið komist.

kv

Anna

þriðjudagur, desember 05, 2006

Jólakortaföndur taka tvö

já eitthvað virðist líta svo út að fólk sé alveg ægilega upptekið fimmtudaginn næsta.... þannig að ég hef ákveðið að fresta jólastundinni um viku.... þannig að nú verða allir að taka fimmtudagskvöldið 14. desember frá og mæta til mín að Hæðargarði 18 eftir kvöldmat og föndra jólakort, hlusta á jólalög, drekka jólate, borða mandarínur og smákökur, syngja jólalög og eiga góða jólastund saman... og ennþá verða jólageisladiskar vel þegnir (þeir eru ekki til margir hér á þessu heimili)... ég verð allavegana í jólaskapi og hlakka til að fá ykkur !!!!!

Bestu kveðjur Ásdís Ármanns.

laugardagur, desember 02, 2006

Jólakortaföndur

jæja kæru gleðikórsfélagar.... hvernig líst ykkur á að föndra nokkur jólakort saman.. hlusta á jólalög og bara almennt jólast saman.... ég er að hugsa um að bjóða í jólakortaföndur fimmtudagskvöldið 7. des.... Ég mun bjóða upp á jólate og eitthvað með því... ég á hef líka fullt af jólakortahugmyndum en þið verðirð sjálf að koma með efni, skæri og lím ( og jólalaga geisladiskar væru vel þegnir !!!).... föndrið myndi byrja eftir kvöldmat... hlakka til að sjá ykkur!!
kveðja
Ásdís sem á heima að Hæðargarði 18