n

þriðjudagur, október 30, 2007

Hittingur á morgun

Sælir gleðifélagar,
Ég þakka kærlega fyrir komuna í partíið til mín seinasta laugardag og fyrir allar fallegu gjafirnar sem þið gáfuð mér. Það mættu um 40 manns í parti og var gleðikórinn í stórum meirihluta enda leið ekki á löngu uns nágrannanir fóru að kvarta utan of fallegum söng sem barst upp á næstu hæðir....

Ég hef alls ekki fengið nóg og vil því endilega bjóða ykkur aftur í heimsókn á morgun. Hittingurinn verður kannski pínu stelpulegur þar sem planið er að borða mikið af súkkulaði og glápa á ANTM eða eitthvað annað stelpulegt :)

Strákar eru af sjálfsögðu jafn velkomnir og stelpur en þeir verða hins vegar að vera tilbúnir til að slúðra borða mikið súkkulaði og hneikslast á að hvað fyrirsæturnar i ANTM eru horaðar. Svo horfum við á How to look good naked eftir allt súkkulaði átið

ég bý eins og áður hefur komið fram á Hjarðarhaga 46 og mæting bara upp úr 20.00

Hlakka til að sjá ykkur,
Erna María

mánudagur, október 29, 2007

Takk fyrir boð

Takk fyrir yndislegt boð hjá Ernu, gaman að sjá ykkur svona mörg. Og eldhús-söngurinn! alltaf gaman.

þriðjudagur, október 23, 2007

Gleðileg handavinna

Jæja, þá er loksins komið að því! Ég ætla að blása til handavinnukvölds heima hjá mér annað kvöld (miðvikudag). Vonast til að sjá ykkur sem flest.

Allir koma með handavinnu að eigin vali (prjóna, hekla, mála, skartgripagerð...eða annað - notið ímyndunaraflið! :)

Vinsamlegast boðið komu yðar.

Staður: Háaleitisbraut 43, 1.h.VINSTRI
Stund: 20:00
Hvað: Handavinna að eigin vali

Efnisorð:

mánudagur, október 15, 2007

Tónleikar í Söngskólanum

Elsku gleðivinir. Við Sigga Rósa syngjum báðar á tónleikum í Snorrabúð, sal Söngskólans í Reykjavík við Snorrabraut, á morgun kl. 20. Það er sumsé á þriðjudag kl. átta um kvöldið.
Ég ætla að syngja tvö lög og Sigga Rósa þrjú (svo eru þarna einhverjir aðrir nemendur líka). Það væri gaman að sjá ykkur.

mánudagur, október 08, 2007

útskriftar- og innflutningspartí

Elskulegu Gleðivinir,

Þann 27. október mun ég útskrifast úr Háskólanum með virðulega BA-gráði í mannfræði og bíð ykkur öllum að fanga því með mér í nýju íbúðinni minni á Hjarðarhaga 46.

Ég sendi ykkur formlegt boðsmeil fljótlega en endilega takið frá kvöldið...

föstudagur, október 05, 2007

Fullorðins og afar kúltiverað kaffiboð

Kæru gleðikórsystkin

Ég er að hugsa um að hóa saman í síðdegis kaffiboðs næstkomandi fimmtudag.... Þegar þreytta fólkið sem er orðið svo fullorðins skreiðlast úr fullorðins vinnunni (eða þá úr ótrúlega fullorðins skólanum) þá langar mig að stefna því heim til mín í ávaxtasalat, slúðrar, te eða kaffi... endurhlaða batteríin og hittast....

Staður og stund: Hæðargarður 18..... um klukkan 17:00 fimmtudaginn 11. okt (skrifið þetta í vasadagbækurnar !!!.... eru ekki allir svona fullorðins með svoleiðis)

Bestu kveðjur Ásdís