n

þriðjudagur, desember 23, 2008

Gleðileg jól Gleðikór

.....og svona rétt til að minna ykkur á mikilvægi rauðvíns á þessum árstíma



Hó, hó, hó og gleðileg jól

Takk fyrir yndislegar stundir á síðustu árum, það er nokkuð víst að þið eruð besta fólk sem hægt er að kynnast. Sjáumst vonandi öll hress og kát þann 27. desember í Jólapartý Gleðikórsins.

Hlakka til að sjá ykkur og vonandi sjáumst við mun oftar á nýju ári.
Bestu jólakveðjur,
Sigurást

sunnudagur, desember 14, 2008

Kórdrengur

Í nótt bættist nýr kórdreingur í barnakór gleðikórsins...

til hamingju Biggi, Ýrr og Egill :-)

mánudagur, desember 08, 2008

Dagskrá Gleðikórsins í desember

Kæru Gleðikórsfélagar,

Desember er yndislegur mánuður og nóg framundan hjá okkur í Gleðikórnum. Hér eru nokkrar mikilvægar dagsetningar

16.desember - kóræfing vegna jólasöngs 23.des

23.desember - jólasöngur í miðbæ Reykjavíkur

27.desember - Jólagleði gleðikórsins - ath það er búið að stofna atburð á Facebook um málið! Upplýsingar verða líka sendar í tölvupósti.

Svo er náttúrlega aldrei að vita nema fleiri skemmtilegir dagskráliði bætist í hópinn! Fylgist með!

þriðjudagur, desember 02, 2008

Smákökuhittingur

Elsku gleðikór,

Ég bíð til smákökuhittings heima hjá mér fimmtudaginn 4. desember svona upp úr átta! Allir sem nenna og eru búnir að baka koma með smákökur til smökkunar og við gætum jafnvel skipst á uppskriftum ef einhver fellur allveg í stafi yfir annarra manna kökum! Þeir sem ekki nenna eða hafa tíma til að baka koma bara og borða það sem hinir koma með!

Heimilsfang og nánari upplýsingar komu til ykkar í tölvupósti.

Sjáumst vonandi sem flest!

Hilla