n

laugardagur, desember 02, 2006

Jólakortaföndur

jæja kæru gleðikórsfélagar.... hvernig líst ykkur á að föndra nokkur jólakort saman.. hlusta á jólalög og bara almennt jólast saman.... ég er að hugsa um að bjóða í jólakortaföndur fimmtudagskvöldið 7. des.... Ég mun bjóða upp á jólate og eitthvað með því... ég á hef líka fullt af jólakortahugmyndum en þið verðirð sjálf að koma með efni, skæri og lím ( og jólalaga geisladiskar væru vel þegnir !!!).... föndrið myndi byrja eftir kvöldmat... hlakka til að sjá ykkur!!
kveðja
Ásdís sem á heima að Hæðargarði 18

9 Comments:

Blogger Erna María said...

en sniðugt. ég þarf samt að sjá til hvort ég kemst.

03 desember, 2006 19:04  
Blogger Anna said...

þetta líst mér vel á, allir að föndra eitt kort fyrir mig.

03 desember, 2006 19:40  
Blogger Ásdís said...

þið hafið bara gott af því að taka ykkur smá pásu og jólast í smá tíma..... það mun veita ykkur andagyft í prófalestur og ritgerðarskrif

04 desember, 2006 00:36  
Blogger Hilla said...

Ohhh ég verð í Kaupmannahöfn!

En góða skemmtun!

04 desember, 2006 08:56  
Anonymous Nafnlaus said...

Kemst því miður ekki, er að syngja á tónleikum þetta kvöldið :(

04 desember, 2006 12:47  
Blogger Karen said...

Ef ég verð búin með eina hrikalega ritgerð fyrir föstudaginn, sem ég er komin út í ógöngur með og orðin afskaplega kvíðin... ef hún verður búin nógu snemma á fimmtudagskvöldi..., þá já takk!, þá hefur maður sko gott og gaman af þessu...

05 desember, 2006 11:42  
Blogger Bidda said...

Ef þetta væri viku síðar myndi ég mæta, er í próflestri til þess 12.

05 desember, 2006 13:38  
Blogger Ýrr said...

já, maður veit nú hvernig það er. Fólk bara tekur sér ekki frí frá próflestri, hvort sem það hefur gott af því eða ekki ;)

En ef við geymum þetta eftir eina viku, hvernig hljómar það? Getur þú haft þetta viku seinna Ásdís?

05 desember, 2006 15:29  
Blogger Ásdís said...

ég er í fríi eftir á fimmtudeginum 14. þannig að það ætti að ganga.... þá bara segjum við það !!! og þá verður líka einhver að koma... það er eingin skilda að föndra ... maður má líka bara slúðra.. já eða skipta um jóladisk í græjunum....

05 desember, 2006 18:12  

Skrifa ummæli

<< Home