n

mánudagur, september 04, 2006

Miss World

Elskurnar mínar, ég veit að þið munuð kannski gleyma því hvernig ég lít út þegar ég verð floginn í breska ósómann þann 20. þessa mánaðar. Þess vegna fór ég til ljósmyndara á föstudag og bað hann um að ná af mér góðri mynd. Ég vil að þið prentið hana út og hafið hana fyrir ofan rúmið ykkar.

Mér finnst ljósmyndarinn ná bæði vörunum og augunum vel og er ofsa ánægð. Myndin er bæði komin í möppuna mína og á síðuna fegurð.is/siggasæta og worldbeauty.com/mostbeautful
/iceland.

Umm, ókei þetta er ein af mörgum grettumyndum sem teknar voru á Menningarnótt þegar ég hitti Þengil, Gaua og Kristínu á Rósenberg. Hélt ég myndi pissa í mig þegar ég sá þennan hrylling. Myndin hér til vinstri náðist einmitt af Þengli sama kvöld ...

Bótox í vörunum???
Maður spyr sig.

Ánægð annars með Gleðikórssíðuna elskurnar. Vissi reyndar ekki af henni fyrr en í Kópó um daginn en hér kemur mín fyrsta færsla og það með myndum og alles. Stúlkan kann sko að nýta sér tæknina, ha.

Hún bendir annars á tímamótamyndir frá Kárahnjúkum á eigin bloggsíðu. Tæknin sko, tæknin...

Luuuuv.

6 Comments:

Blogger Ýrr said...

Jeij, það er einhver sem skoðar þessa síðu! :D

Við þurfum að plana næsta hitting. Taka eina góða kaffihúsaferð á þetta.

05 september, 2006 09:59  
Blogger Hlin said...

Magnað hvað botot og photoshop geta gert fyrir fólk.

05 september, 2006 18:33  
Blogger Erna María said...

vaaaaaaaaaaaaa!

þvílík "fegurð"!

06 september, 2006 00:56  
Blogger Anna said...

Þið eruð svooo sæt

06 september, 2006 09:11  
Blogger Hilla said...

Já en krakkar haustfagnaður?

Hvað með laugardaginn 16. sept?

07 september, 2006 16:13  
Blogger �engill said...

Hvernig geturðu verið rangeygð á einu auga Sigga? ;)

09 september, 2006 19:14  

Skrifa ummæli

<< Home