Mér líst ótrúlega vel á Rock Star kvöld.
Mér líst ótrúlega vel á haustfagnað en veit reyndar ekki hvort ég næ honum áður en ég fer út.
Mér líst minna vel á botnlangaleysi.
Í desember fékk ég brjósthimnubólgu, sem er einhver fjandi sem fólk hér á landi hrundi niður á árum áður en er auðvelt að lækna í dag og terroriserar aðallega þróunarlöndin.
Í febrúar fékk ég blöðrubólgu sem smitaðist upp í nýrnaskjóðurnar og ollu mér kvölum, gráti og gnístran tanna í heila viku.
Um helgina fékk ég botnlangabólgu og var skellt í aðgerð á sunnudagsmorgni.
Eins og ég skrifaði á bloggið mitt fer ég að halda að þetta sé samsæri bókstafsins B gegn mér. Og hana nú.
Annars var ég alveg að missa af strætó númer tvö á föstudegi og við Þórir að fá fólk í mat. Ég var föst í vinnunni sem endra nær en hugsaði með mér að í þetta skipti ætlaði ég sko EKKI að missa af strætónum. Hljóp því eins og brjálæðingur út á stoppistöð og var síðan að drepast í maganum alla leið heim. Var illt í maganum um kvöldið og alveg að drepast um nóttina. He he, strætó hefur því væntanlega komið bólgunni almennilega á koppinn, helvískur...
Næsta dag var ég sloj en ákvað engu að síður að fara með Kolfinnu litlu að Ganga til góðs. Sem við og gerðum og gengum um í tvo tíma og söfnuðum peningum, mjög gaman. Nema hvað, alltaf dró meira og meira af mér og þegar ég skilaði Kolfinnu af mér hrundi ég niður í sófann á Flókagötunni. Hélt þetta væri bara einhver slappleiki en fannst mér svo furðulega illt í maganum hægra meginn að ég spurði pabba hvorum meginn botnlanginn væri. Hann dró fram einhverjar fínar bækur, bankaði í mig og sjúkdómsgreindi mig með botnlangabólgu...
Ég ákvað að skella mér á Læknavaktina bara til að vera alveg viss um að þetta væri ekki eitthvað bráðdrepandi, sem ég og gerði. Þaðan kom ég út með tilvísun um frekari skoðun á Bráðamóttökunni. Af Bráðamóttökunni komst ég síðan ekki út fyrr en seinnipartinn í gær og þá botnlangalaus...
Svæfingin fór djöfullega í mig og það vona ég að það þurfi aldrei aftur að svæfa mig. Líðanin í dag er fimmtíu sinnum betri en í gær og tvöhundruð sinnum betri en á sunnudag eftir aðgerðina.
Þetta er sum sé allt á uppleið...
ÁFRAM MAGNI!!!
Mér líst ótrúlega vel á haustfagnað en veit reyndar ekki hvort ég næ honum áður en ég fer út.
Mér líst minna vel á botnlangaleysi.
Í desember fékk ég brjósthimnubólgu, sem er einhver fjandi sem fólk hér á landi hrundi niður á árum áður en er auðvelt að lækna í dag og terroriserar aðallega þróunarlöndin.
Í febrúar fékk ég blöðrubólgu sem smitaðist upp í nýrnaskjóðurnar og ollu mér kvölum, gráti og gnístran tanna í heila viku.
Um helgina fékk ég botnlangabólgu og var skellt í aðgerð á sunnudagsmorgni.
Eins og ég skrifaði á bloggið mitt fer ég að halda að þetta sé samsæri bókstafsins B gegn mér. Og hana nú.
Annars var ég alveg að missa af strætó númer tvö á föstudegi og við Þórir að fá fólk í mat. Ég var föst í vinnunni sem endra nær en hugsaði með mér að í þetta skipti ætlaði ég sko EKKI að missa af strætónum. Hljóp því eins og brjálæðingur út á stoppistöð og var síðan að drepast í maganum alla leið heim. Var illt í maganum um kvöldið og alveg að drepast um nóttina. He he, strætó hefur því væntanlega komið bólgunni almennilega á koppinn, helvískur...
Næsta dag var ég sloj en ákvað engu að síður að fara með Kolfinnu litlu að Ganga til góðs. Sem við og gerðum og gengum um í tvo tíma og söfnuðum peningum, mjög gaman. Nema hvað, alltaf dró meira og meira af mér og þegar ég skilaði Kolfinnu af mér hrundi ég niður í sófann á Flókagötunni. Hélt þetta væri bara einhver slappleiki en fannst mér svo furðulega illt í maganum hægra meginn að ég spurði pabba hvorum meginn botnlanginn væri. Hann dró fram einhverjar fínar bækur, bankaði í mig og sjúkdómsgreindi mig með botnlangabólgu...
Ég ákvað að skella mér á Læknavaktina bara til að vera alveg viss um að þetta væri ekki eitthvað bráðdrepandi, sem ég og gerði. Þaðan kom ég út með tilvísun um frekari skoðun á Bráðamóttökunni. Af Bráðamóttökunni komst ég síðan ekki út fyrr en seinnipartinn í gær og þá botnlangalaus...
Svæfingin fór djöfullega í mig og það vona ég að það þurfi aldrei aftur að svæfa mig. Líðanin í dag er fimmtíu sinnum betri en í gær og tvöhundruð sinnum betri en á sunnudag eftir aðgerðina.
Þetta er sum sé allt á uppleið...
ÁFRAM MAGNI!!!
3 Comments:
góðan bata sigga... en ég er víst því miður á næturvakt þessa örlagaríku magnanótt...
úff, það er ekkert smá ástand. Vonandi líður þér betur og farir vel með þig, en ef þér leiðist sjúkravistin heima þá ertu auðvitað velkominn. Við hljótum að geta komið þér vel fyrir í lazy boy stólnum ef þú treystir þér til. Knús knús og heillaóskir.
Béin elta þig greinilega uppi! Þú verður að búa þér til lista yfir alla sjúkdóma sem byrja á bé og vara þig á þeim!
Kannski væri bara ráð að taka b-vítamín við þessu!
Skrifa ummæli
<< Home