n

fimmtudagur, september 07, 2006

Gleði?

Hvernig líst gleðifólki á gleðskap um helgina? Nánar tiltekið laugardagskvöld.
Okkur Hörpu langar að heyra frá fólki hvort það sé stemmning...þannig að ef þið hefðuð áhuga á að mæta í partý þá er aldrei að vita nema ég myndi hýsa eitt slíkt.
Látið vita annað hvort í kommentakerfið, gegnum email hrafnsdottir@hotmail.com eða gsm, er í símaskránni.
Þar sem það er mjög liðið á vikuna og óvíst hversu margir detta hingað inn látið þá endilega félaga ykkar vita af þessu svo þetta nái til flestra.
Læt svo vita hér á síðunni með undirtektir og hvort af þessu verði.

8 Comments:

Blogger Sigga said...

Mér líst geggjað vel á þetta - það er að segja ef ég kemst!

Á að vera í skemmtiferð í vinnunni en hún gæti frestast vegna veður. Ef svo verður mæti ég!

08 september, 2006 09:45  
Blogger Erna María said...

ég er til :)

08 september, 2006 09:49  
Blogger Hilla said...

Er verið að tala um 8. eð 9. sept?

Kemst ekki í kvöld 8. en gæti komist 9.!

08 september, 2006 10:51  
Blogger Ýrr said...

Ég kemst því miður ekki. Er að fara í fjölskyldugleði í sumarbústað í Þrastarskógi. Já já.

08 september, 2006 13:45  
Blogger Hilla said...

vá hvað ég er steikt... það stendur að um er að ræða laugardagskvöldið!

08 september, 2006 15:05  
Blogger Guðjón said...

Aldrei að vita að maður noti tækifærið og skilji við mannskapinn með gleði enda orðinn liðsmaður Gleðikórsins. :)

08 september, 2006 16:59  
Blogger �engill said...

Ég eiginlega kemst ekki. Er búinn að vera í bænum alla vikuna og á hund á selfossi sem ég verð að sinna.
Mér finnst þetta líka aðeins of stuttur fyrirvari. :)

08 september, 2006 19:32  
Blogger Ásdís said...

æ æ missti af þessu.. en við skötuhjúinn vorum í réttunum....

10 september, 2006 07:29  

Skrifa ummæli

<< Home