n

miðvikudagur, desember 19, 2007

Að gúgla smákökur/smákökum

Með munninn fullan af smákökum deildu gleðikórsfélagar um sögnina að gúgla í gærkvöldi. Þrætuefni var hvort ætti að nota þolfall eða þágufall á eftir umræddri sögn. Þar sem enginn niðurstaða komst í málið (nema mikill hlátur á stöku stað) þá leitaði ég til orðabókar Háskólans um þetta efni. Niðurstöðurnar má lesa hér.

mánudagur, desember 17, 2007

Jólalögin á Þorláksmessukvöld

Ákveðið hefur verið að hittast á Þorláksmessukvöld kl. 20.00 fyrir utan Eymundsson (eða í anddyri) í Austurstræti.
Svo munum við rölta upp Laugaveginn og syngja nokkrum sinnum á leiðinni....og kannski fara saman í kakó eða öl á eftir.

ALLIR hvattir til að mæta - alveg sama þó þið hafið EKKI komið til Hörpu að æfa - Þengill útbýtir nótum ef þið eruð búin að týna ykkar.


Ákveðið var að syngja eftirtalin lög:

Hátíð fer að höndum ein
Það aldin út er sprungið
Skreytum hús með greinum grænum
Englakór frá himnahöll
Kom þú kom vor Immanúel



Ef einhvern langar til að syngja líka á laugardaginn 22.des - segið þá endilega frá því hér í kommentakerfinu!
Kveðja, Stúfur

Jólastund tra la la II

Minni á smákökustund á Baldursgötunni annaðkvöld upp úr hálf níu! Munið bara að hringja á bjöllunni sem stendur Olav Veigar en ekki hinum!

Sjáumst!

fimmtudagur, desember 13, 2007

JÓLASÖNGUR

Hó hó hó!!!!

Hvað kemur manni betur í jólaskapið en að SYNGJA JÓLALÖG?

.......svarið er EKKERT

Ákveðið hefur verið að boða til Gleðikórssöngs á Laugaveginum á Þorláksmessu! (í eftirmiðdag eða um kvöldið)

Það er hugsað sem einskær skemmtun og jólagleði fyrir þá sem langar til að syngja jólalögin í góðravina hópi og leyfa laugavegsgöngugörpum að njóta með (fáum ekkert borgað - og jú það má alveg!)

Æfing verður haldin heima hjá Hörpu kl. 17.00 á sunnudaginn kemur þann 16.des

Ætlum að syngja t.d.
Bjart er yfir betlehem
Kom þú kom vor immanúel

Það aldin út er sprungið
...og einhver fleiri lög sem leynast í nótunum okkar gömlu góðu og eru í uppáhaldi!


Takið með ykkur gamlar jólalaganótur!

Sjáumst vonandi sem flest!


.....munið svo að lesa póstinn hér fyrir neðan líka um SMÁKÖKUKVÖLD hjá Hildi á þriðjud.18.des!

Jólastund tra lala II

Það er komið að næstu jólastund börnin góð!

Þriðjudaginn 18. desember verður smákökujólastund hjá mér á Baldursgötunni. (nánari upplýsingar um heimilsfang fást í tölvupósti) Þeir sem vilja (og endilega sem flestir) koma með eina smákökusort og uppskriftina af henni. Allir smakka hjá öllum og geta fengið uppskriftinar ef ykkur líkar kökurnar.

Það er svo aldrei að vita nema það verði kakó eða glögg á bloðstólnum!

Sjáumst sem flest!

sunnudagur, desember 09, 2007

Jólastund tra lala


Kæri Gleðikór....


Ég var að hugsa um að bjóða til gleðilegrarjólastundar... Föndurstund.... Ég mun kaupa kassa af mandarínum og finna til jólakortaskapalónin mín og föndurdótið mitt... breiða dagblöð yfir jóladúkinn minn og svo komið þið með það sem þið viljið föndra... það getur verið t.d að mála mynd til að gefa í jólagjöf, jólakort (og ég get gefið ykkur hugmundir), pakka inn jólagjöfum, skrifa á jólakortin, setja á þau frímerkin, mála á jólapappír, sauma út jólamynd, setja nýtt greni í aðventukransinn, finna út hvaða pera það er sem er sprunginn í jólaseríunni, gera músastiga, já eða bara sitja og dást að hinu fólkinu föndra.... ég ætla ekki að baka fyrir jólin svo þið veriðið að koma með jólasmákökurnar sjálf ;-)..... Helgi mun þeyta jólaskífum inn í stofu svo að rétt jólastemning svífi yfir vötnum.....

Mæting um hálf átta – átta.. miðvikudaginn 12. desember. eða bara um leið og þið eruð búin að kyngja síðasta kvöldverðarbitanum og eruð tilbúin að föndra... eða jólast eitthvað ... ég verð heima

Kv Ásdís