n

fimmtudagur, nóvember 29, 2007

Til hamingju Karen og Atli



Í gær þann 28.11.2007 varð fjölgun í barnakór Gleðikórsins. Kl.20.59 fæddist lítill drengur, 13 merkur og 50cm.

Innilegar hamingjuóskir með strákinn ykkar :)

fimmtudagur, nóvember 15, 2007

Tónleikar

Elsku krakkar.
Langar að auglýsa tónleika Háskólakórsins (já sumir geta ekki hætt).
Verður mjög flott.
Messa í C eftir Beethoven
sinfóníuhljómsveit unga fólksins
stjórnandi Gunnsteinn Ólafsson.



Hvað: Tónleikar Háskólakórinn
Hvar: Langholtskirkja
Hvenær: sunnudaginn 25. nóvember kl 20 eða þann 27. nóv kl 20

TAKIÐ EFTIR AÐEINS 1000 KALL Í FORSÖLU (T.D HJÁ MÉR ;))
1500 VIÐ INNGANG.

HÓ HÓ HÓ


Jólin nálgast.........
Jólagleði

Jólasmákökugleði

Jólaföndursgleði

gleði gleði gleði.....

jóla jóla jóla..........

nánari upplýsar berast innan tíðar.....



Bestu gleðikveðjur
Gleðiteymið

sunnudagur, nóvember 04, 2007

Sælt veri fólkið

Mig langaði bara að kasta smá kveðju hingað inn. Er orðin svona óþolandi manneskja sem lætur gera ráð fyrir sér í alla hittinga en mætir svo aldrei.
Ekki nógu gott.
Því er þessi síða svo mikil snilld, þá sér maður hvernig fólk hefur þroskast og búið leggja frá sér krúsina og taka upp prjónana í staðin. Það er þó ekki svona rosalega langt um liðið.

Verður ekki einhver flottur aðventufögnuður í des?

Bestu kveðjur, H.

fimmtudagur, nóvember 01, 2007

Handavinnumyndir

Myndir frá Gleðilegri handavinnu

OG

Myndir frá útskrifarpartý Ernu Maríu: Part I, Part II

Efnisorð: