Kæru Gleðikórsmeðlimir!
Það er loksins komið að því að upplýsa meira um hina mjög svo gleðilegu gleðiárshátíð Gleðikórsins! Eins og allir ættu að vita þá verður árshátíðinn haldinn laugardaginn 13. júní n.k. svo ef þið eruð ekki búin að taka daginn frá þá gerið það núna!!!
Þetta gleðibréf inniheldur annars eftirfarandi gleðiatirði:- Uppsetningu árshátíðar- Matseðil árshátíðar- Aðalfundarboð- Auglýsinga á lausum embættum í gleðiteymi.- Upplýsingar um skráningu og verð
Uppsetning árshátíðar og matseðill Árshátíðin verður haldin í heimahús (ekki allveg ákveðið hvaða heimahúsi!!) og mun verða boðið upp á glæsilega kvöldverð. Matseðilinn verður eftirfarandi:
Aðalréttur:Lasagna í mörgum myndum framreitt með gleðilegu sallati og hvítlauksbrauði.
Eftirréttur:Súkkulaði kaka með ís og rjóma og jafnvel ef velárar jarðaberjum!
Menn koma með sína eigin drykki en þurfa ekkert að koma með glös!!!
Dagskráinn verður eftirfarandi:
18:00 - Mæting í hið óræða heimahús!
18:30 - Aðalfundur Gleðikórsins hefst
19:00 - Matur borinn á borð og allir gleðigestir matast og mettast.
Eftir þetta er aldrei að vita hvað gerist!!!!
Athugið að skemmtiatirði eru velþegin :o)
Aðalfundarboð og framboð til gleðiteymis!
Árshátíð og aðalfundi verður að þessu sinni slegið saman. Megin áhersla verður á árshátíðna því ekki gerum við hið gleðilega gleðiteymi ráð fyrir því að aðalfundur taki meira en um 15 gleðimínútur!!!
Hið ágæta gleðiteymi mun senn láta að stöfum og auglýsum við því eftir öðru gleðifólki til að taka að sér starf gleðiteymisins! Áhugasamir geta sent póst á
flovenz@gmail.com eða bara komið með stuðið og boðið sig fram á hinum gleðilega aðalfundi!!
Upplýsingar um skráningu og verð!
Skráning er þegar hafinn á árshátíðina. Skráning fer fram á netfanginu
flovenz@gmail.com. Hópumst nú saman í gleðinni og skráum okkur í síðasta lagi fimmtudaginn 11. júní n.k.! Verð á árshátíðina verður 2000kr á mann. Upplýsingar um hvernig á að borga má finna í tölvupósti!!
Hafi menn hug á að koma eingöngu í partý en ekki matinn borga ekki neitt en eru hins vegar samt sem áður beðnir um að skrá sig! Gera má ráð fyrir að matur klárist og partý hefjist um kl. 21:30.
Með von um góð og gleðileg viðbrögð!Ykkar einglæga Gleðiteymi,Hilla, Erna, Sigrún og Lára.