n

miðvikudagur, nóvember 25, 2009

Jólagleði

Jæja krakkar mínir. Við í gleðiteyminu höfum ákveðið að jólagleði Gleðikórsins verði haldin föstudagskvöldið 18.des.
Staðsetning er ekki ákveðin. :)

þriðjudagur, júní 30, 2009

Gleðiútilega

Jæja kæru gleðikórsfélagar.

Nú er komið að Gleðiútilegunni. Hugmyndin er að vera í húsi þetta árið, því það var tjaldútilega í fyrra. En allt er breytingum háð. ;)
Fyrsta hugmynd er Flatey, en þar getum við ekki verið í húsi. Þau eru ekki nógu stór fyrir okkur öll. Ég miða við ca.20manns. Það kostar 4000 kall á manninn í ferjuna (fram og til baka) og 500kall á mann í tjald.

Helgarnar sem um ræðir eru 3. helgin (17-19) í júlí eða 4. helgin (24-26) í júlí. Hér með spyr ég hvora helgina fólk vill heldur.

En svo er þetta með að vera í húsi. Þá getum við alveg farið seint í ágúst eða einfaldlega í september. Allar hugmyndir að húsi vel þegnar.

Svo er náttla gamli góði Forsetalundurinn (Ákalundur) í Þrastarskógi. Það er mjög einfalt og þægilegt. Og alltaf gaman. :)

Endilega segið allar ykkar skoðanir og hugmyndir.

Við vitum að fyrirvarinn er frekar stuttur, en svona er þetta bara. :)

Kveðja
Gleðiteymið

fimmtudagur, júní 11, 2009

Staðsetning árshátíðar

Hæ hó kæra gleðifólk!

Það er komin staðsetning á árshátíðina loksins! Hún verður haldinn heima hjá því ektapari Láru og Óla að Hverfisgötu 74 á efstu hæð!

Munið líka að það er síðast dagur í dag til að skrá sig og borga!

Með gleðikveðju!
Ykkar einlæga gleðiteymi!

mánudagur, júní 01, 2009

ÁRSHÁTÍÐ OG AÐALFUNDUR

Kæru Gleðikórsmeðlimir!
Það er loksins komið að því að upplýsa meira um hina mjög svo gleðilegu gleðiárshátíð Gleðikórsins! Eins og allir ættu að vita þá verður árshátíðinn haldinn laugardaginn 13. júní n.k. svo ef þið eruð ekki búin að taka daginn frá þá gerið það núna!!!

Þetta gleðibréf inniheldur annars eftirfarandi gleðiatirði:- Uppsetningu árshátíðar- Matseðil árshátíðar- Aðalfundarboð- Auglýsinga á lausum embættum í gleðiteymi.- Upplýsingar um skráningu og verð

Uppsetning árshátíðar og matseðill Árshátíðin verður haldin í heimahús (ekki allveg ákveðið hvaða heimahúsi!!) og mun verða boðið upp á glæsilega kvöldverð. Matseðilinn verður eftirfarandi:
Aðalréttur:Lasagna í mörgum myndum framreitt með gleðilegu sallati og hvítlauksbrauði.
Eftirréttur:Súkkulaði kaka með ís og rjóma og jafnvel ef velárar jarðaberjum!

Menn koma með sína eigin drykki en þurfa ekkert að koma með glös!!!

Dagskráinn verður eftirfarandi:
18:00 - Mæting í hið óræða heimahús!
18:30 - Aðalfundur Gleðikórsins hefst
19:00 - Matur borinn á borð og allir gleðigestir matast og mettast.

Eftir þetta er aldrei að vita hvað gerist!!!!

Athugið að skemmtiatirði eru velþegin :o)

Aðalfundarboð og framboð til gleðiteymis!
Árshátíð og aðalfundi verður að þessu sinni slegið saman. Megin áhersla verður á árshátíðna því ekki gerum við hið gleðilega gleðiteymi ráð fyrir því að aðalfundur taki meira en um 15 gleðimínútur!!!
Hið ágæta gleðiteymi mun senn láta að stöfum og auglýsum við því eftir öðru gleðifólki til að taka að sér starf gleðiteymisins! Áhugasamir geta sent póst á flovenz@gmail.com eða bara komið með stuðið og boðið sig fram á hinum gleðilega aðalfundi!!

Upplýsingar um skráningu og verð!
Skráning er þegar hafinn á árshátíðina. Skráning fer fram á netfanginu flovenz@gmail.com. Hópumst nú saman í gleðinni og skráum okkur í síðasta lagi fimmtudaginn 11. júní n.k.! Verð á árshátíðina verður 2000kr á mann. Upplýsingar um hvernig á að borga má finna í tölvupósti!!

Hafi menn hug á að koma eingöngu í partý en ekki matinn borga ekki neitt en eru hins vegar samt sem áður beðnir um að skrá sig! Gera má ráð fyrir að matur klárist og partý hefjist um kl. 21:30.

Með von um góð og gleðileg viðbrögð!Ykkar einglæga Gleðiteymi,Hilla, Erna, Sigrún og Lára.

þriðjudagur, apríl 21, 2009

Gleðihátíð

Jæja lömbin mín! Það er komið að henni, árshátíð Gleðikórsins!

Hún verður haldin laugardaginn 6. júní n.k. svo allir að taka daginn frá!

Allar nánri upplýsingar berast ykkur í tækatíð :o)

Kveðja
Ykkar einlæga gleðiteymi!

miðvikudagur, febrúar 11, 2009

Gleðileg bolluveisla

Jæja fallega fólk nú fer bolludagurinn að bresta á og það verður bolluveisla hjá okkur Helga.... Bolludagurinn er búin að vera í vinnslu síðan síðasta bolludag... (eða sunnudaginn fyrir bolludag)

það verður fjölbreytt bolluúrval og vonandi koma sem flestir og borða á sig gat af bollum og eiga með okkur góðan dag...

Staður Hæðargarður 18

stund: sunnudagurinn 22. feb (konudagurinn, dagurinn fyrir bolludag) klukkan 15:00

föstudagur, janúar 30, 2009

GRÆNIR DAGAR: FATASKIPTI - GÖMUL FÖT OG SJÁLFBOÐALIÐAR ÓKAST

Hæ, sendi þetta áfram því veit að mörg ykkar hafið áhuga á svona löguðu :)

GRÆNIR DAGAR: FATASKIPTI - GÖMUL FÖT OG SJÁLFBOÐALIÐAR ÓKAST!!

Sæl öll !Áttu einhver föt sem þú notar ekki og þarft að losna við og gætir hugsað þér að skipta þeim fyrir önnur ? Eruð þið hugmyndarík, nýtin og góð að sauma? Uppyllir þú þetta ? Þá viljum við fá ÞIG til að hjálpa okkur með í Fataskipti Grænna Daga viðburðinn !

Í fyrstu viku mars mánaðar mun Gaia skipuleggja Græna Daga í Háskóla Íslands. Við munum hafa marga viðburði á Háskólasvæðinu með það að markmiði að vekja til vitundar græn og siðferðisleg gildi. Þú getur haft áhrif !!

Hvað þurfum við :

GÖMLU FÖTIN ÞÍN - áttu einhvern fatnað sem þú ert að hugsa um að losa þig við ? Komdu með þau til okkar fyrstu viku mars mánaðar og við munum gefa þér fatamiða sem gefur þér rétt til að skipta um flík !

SAUMAHÆFILEIKAR ÞÍNIR - ertu handlaginn skraddari ? Langar þér til að sýna áhugasömum hvað þú ert góður skraddari ? Já ? Þá er þetta þitt tækifæri. Á Háskólatorgi fimmtudaginn 6. og föstudaginn 7. mars þurfum við að fá áhugasama til að sýna hvernig hægt er að endursníða og endurnýta notuð föt. Frábær leið til að vara uppfinningasamur !

LEGGJA TIL HJÁLPARHÖND - ertu með góða samskiptahæfileika og með skipulagsgáfu ? Ertu listræn(n) ? Okkur vantar fólk til að hjálpa okkur að taka á móti og flokka fatnað, sjá um fataskipta borðið, búa til fatamiða, skilti og skreytingar ... og meira til.

Takið eftir, við tökum ekki á móti sokkum og undirfatnaði !!Vonumst til að heyra frá ykkur sem allra fyrst ! GAIA

- Besta leiðin til að vera með er að skrá sig á Facebook í hópinn "Green Days - University of Iceland" eða hafa samband við Ruth í síma 8207687 og Katie í síma 6625962. Email ruderuth (hja) gmail.com or duckducktheduck (hja) gmail.com

Kveðja, Karen!